Fámennur en eins og alltaf, góðmennur

Febrúar fundur deildarinnar var haldinn í Hofi í húsnæði Tónlistarskólans á Akureyri miðvikudaginn 11. febrúar s.l.  Það voru átta konur sem hittust á þessum fundi og sennilega er það flensan sem nú herjar á landsmenn sem hélt flestum deildarkonum heima. 

Í upphafi fundarins var strax ljóst að ekkert yrði af bókaleiknum góða svo hann bíður enn þar til bæði tími og fjöldi fundarkvenna leyfa. 

Jenný Gunnbjörnsdóttir flutti orð til umhugsunar og gerði svefn, hvíld og drauma að umræðuefni sínu. Í kjölfarið urðu umræður um hugsanlega kosti og ókosti þess að seinka klukkunni. Að þessu loknu var boðið uppá gómsæta súpu og dýrindis eftirrétt eftir að fundarkonur höfðu fengið leiðsögn um húsakynni tónlistarskólans. 

Á þessari slóð er hægt að lesa fundargerðinaí heild sinni.