Febrúar-fundurinn

Næsti fundur deildarinnar verður haldinn þann 11. febrúar og nú þegar er komin dagskrá og fundarstaður.  Fundurinn verður haldinn í húsnæði Tónlistarskóla Akureyrar í Hofi þann 11. febrúar n.k. og hefst kl. 19:00. 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 
Kveikt á kertum og fundur settur
Orð til umhugsunar
Bókaleikurinn (í umsjón Guðnýjar, Petreu og Sigríðar Víkings)
Menningarganga um Hof
Fundi slitið

Nefndin býður upp á súpu.

Boðið forföll tímanlega til formanns svo hægt sé að áætla veitingar fundarins. Netfang Ingibjargar er ingamagg@simnet.is 

Umsjónarhópur febrúarfundarins eru þær Jenný, Ólöf Inga og Ásdís.