Fyrsti fundur ársins

Fyrsti fundur ársins verður haldinn í Þelamerkurskóla miðvikudaginn 20. janúar kl. 19:00-21:00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 

  1. Kveikt á kertum og fundur settur
  2. Inntaka nýrra félaga
  3. Heit súpa, brauð og eftirréttur
  4. Orð til umhugsunar
  5. Bókahringur, félagskonur segja frá bókum sem þær hafa lesið á undanförnum mánuðum
  6. Bókaleikur
  7. Slökkt á kertum og fundi slitið
Hlökkum til starfsins með ykkur á nýju ári, 
Anna, María og Ingileif