Fyrsti fundur vetrarins

Frá Naustaskóla
Frá Naustaskóla
Fyrsti fundur Mýdeildar verður haldinn í Naustaskóla fimmtudaginn 3. september og hefstkl. 18:00. Stjórnin mun panta mat fyrir fundinn og því eru þær sem mæta á fundinn beðnar um að tilkynna þátttöku sína til formanns á netfangið ingamagg@simnet.is, fyrir 1. september.  Fyrir fundinn vill stjórnin biðja deildarkonur um að taka smá stund til að velta fyrir sér hver eða hvað gætu verið þemu vetrarins. Dagskrá fundarins: Fundur settur Kveikt á kertum Orð til umhugsunar/Ragga með tóna Borðhald Eygló Björnsdóttir forseti DKG á Íslandi fræðir um áherslur, markmið og skipulag samtakanna.  Skipa í fundahópa og umræðuhópa Umræður í hópum um þema vetrarins Fundi slitið og slökkt á kertum Sjáumst svo í Naustaskóla fimmtudaginn 3. september kl. 18:00.