Grein eftir Dagbjörtu í the Collegial Exchange

Dagbjört með bækur sínar um Gumma.
Dagbjört með bækur sínar um Gumma.
Eins og fram kemur í frétt á aðalsíðu vefsins okkar skrifaði Dagbjört Ásgeirsdóttir grein í tímaritið The Collegial Exchange. Vakin er athygli á því að í fyrsta hefti tímaritsins The Collegial Exchange skrifar Dagbjört Ásgeirsdóttir í Mýdeild grein sem hún nefnir: "What are Our teenagers Really Doing Online" The Hows and Whys of Teens' Engagement with technology". Greinin hefst á blaðsíðu 8 í tímaritinu og er ritdómur um bókina It's Complicated – the social lives of networked teens eftir danah boyd en sú bók fékk verðlaun The Educators Award Committee árið 2015.
Tímaritið kom í pósti til allra DKG kvenna um jólaleytið en það má einnig nálgast á vefnum.