Jólafundur deildarinnar

Að venju verður jólafundur Mý deildar haldinn með Beta deildinni. Að þessu sinni er hann haldinn í mötuneyti Hrafnagilsskóla.  Fundurinn hefst kl. 19:00 á setningu fundar. Síðan verður tónlistaratriði og orð til umhugsunar í umsjón kvenna í báðum deildum. Áður en fundarkonur snæða létta jólarétti verður aftur boðið upp á tónlistaratriði. Samsöngur jólasöngva verður á milli atriða og pyngja Betasystra gengur á milli kvenna til stuðnings stúlkum í Afríku. 

Beta- og Mýsystur eiga notalega jólastund í vændum.