Á flekamótum - ráðstefna á Ísafirði

Konur í Iota deild sem starfar á norðanverðum Vestfjörðum halda ráðstefnu á Ísafirði laugardaginn 26. september n.k. Ráðstefnan kallast Á flekamótum en það var yfirskrift landsambandsþings DKG í maí sl.  Á ráðstefnunni á Ísafirði verða erindi sem fjalla um skil milli hinna ólíku viðfangsefna sem manneskjan vinnur að á ævi sinni. 

Ráðstefnan verður haldin í Háskólasetri Vestfjarða og er öllum opin. Síðasti skráningardagur er 20. október og ráðstefnugjaldið er aðeins 3000 kr. 

Skráning fer fram á netfanginu jonabene@gmail.com. 

Það er ástæða til að gefa þessu framtaki Iota kvenna gaum og hrósa þeim fyrir framtakið.