Skemmtilegt upphaf á vetrarstarfinu

Sigurlið leiksins góða glaðbeitt og bísperrt
Sigurlið leiksins góða glaðbeitt og bísperrt
Fyrsti fundur starfsársins var haldinn heima hjá fráfarandi formanni deildarinnar, Jenný Gunnbjörnsdóttur.  Að venju hófst fundurinn á því að kveikt var á kertum og formaður flutti kveðjur þeirra sem ekki komust á fundinn. Eftir það fékk Jenný orðið. Hún bauð nýja stjórn velkomna til starfa og afhenti nýjum formanni formannsnæluna. Ingibjörg núverandi formaður flutti orð til umhugsunar og gerði breytingar að umfjöllunarefni sínu. 

Eftir kaffidrykkju og meðlæti kom góður gestur á fundinn. Snorri Guðvarðarson heiðaraði deildina með nærveru sinni og söng tvö lög með Ragnheiði Júlíusdóttur. Síðan stjórnuðu þau skemmtilegum leik á meðal fundarmanna, sem skipt var upp í fjóra hópa. Mikil spenna og keppnisandi skapaðist og sýndu félagskonur ótrúlega færni í söng og kunnáttu á textum dægurlaga. Var þetta sérlega vel heppnað skemmtiatriði sem þjappaði hópnum vel saman.

Næsti fundur Mýdeildar DKG verður haldinn 14. október n.k. 

Á þessari slóð er hægt að nálgast yfirlit yfir fundi vetrarins og umsjónarhópa hvers fundar og hérna er hægt að lesa fundargerð fundarins í heild sinni.