Þriggja ára í dag

Frá stofnfundi Mýdeildar
Frá stofnfundi Mýdeildar
Í dag er Mý deildin þriggja ára. Hún var stofnuð í Þelamerkurskóla 26. apríl 2011.  Samkvæmt yfirlitinu yfir fundargerðir deildarinnar hafa verið haldir 18 fundir frá stofnun hennar. Á fundunum hefur verið margs konar fræðsla og efni til umfjöllunar og allir fundirnir hafa verið haldnir á mismunandi stöðum. Og til að efla enn frekar tengsl innan hópsins hefur deildin reglulega gefið út fréttabréf og er einnig með síðu á Facebook

Á afmælisdegi er tilvalið að líta til baka og velta fyrir sér hvað starf eins og DKG gefur þeim sem í því starfa, hverri deild fyrir sig og einnig hvaða áhrif það getur haft á þau störf sem hver deildarkona sinnir að öllu jöfnu. Eins og í fleiri deildum koma konurnar í Mý deild úr öllum áttum fræðslustarfa. Sú fjölbreytni eflir deildina tvímælalaust og er það áskorun hverrar deildar að nýta sér fjölbreytni hennar til að efla starfið og svo það komi deildinni, hverri konu og störfum hennar til góða. 

Mý konur, til hamingju með afmælið í dag. Sjáumst á 19. fundi deildarinnar á Húsabakka á næsta þriðjudag.