Vetrarstarfið að hefjast

Stjórn Mý deildarinnar kom saman sl. mánudag og fór yfir starf komandi vetrar.  Á fundinum var ákveðið á hvaða dögum fundirnir verða. Stjórnin sendir svo öllum deildarkonum formlegt fundarboð með dagskrá þegar nær dregur fyrsta fundi deildarinn. En hann er áformaður mánudaginn 22. september n.k. Aðrir fundir deildarinnar (nema jólafundurinn með Beta-deildinni) eru komnir inn á dagatalið hérna á heimasíðunni. 

Á síðasta fundi deildarinnar í vor kom fram að konur voru ánægðar með að fundirnir byrji kl. 19:00 og því munum við halda okkur við þann fundatíma.

Hlökkum til starfsins með ykkur í vetur. 

Stjórn Mý - deildar,
Inga Magga, Bryndís, Ragga og Dagbjört