Vetrarstarfið hafið

Anna kveikir undir súpunni
Anna kveikir undir súpunni
Starf Mýdeildar hófst 27. ágúst með heimsókn í Reykhús í Eyjafjarðarsveit. Þar tók Anna Guðmundsdóttir varaformaður Mýdeildar og deildarstjóri sérkennslu við Hrafnagilsskóla á móti deildarkonum. Hún fræddi hópinn um skógrækt í Kristnesi og í Reykhúsum.  Deildarkonur snæddu svo saman skógarsveppasúpu í skógarrjóðri sem Anna og fjölskylda hafa útbúið. Sveppina hafði Anna tínt í skóginum daginn áður. Fundinum lauk með samverustund heima hjá Önnu þar sem stjórnin fór yfir skipulag vetrarstarfsins. Sjálfbærni verður þema haustmisserisins.   Konurnar úr Þingeyjarsýslunni héldu fundinn í september. Hann var haldinn í Árteigi heima hjá Önnu Harðardóttur. Eiður Jónsson kynnti tilurð og rekstur smærri virkjana. Faðir hans var frumkvöðull á því sviði.