Vorfundur í Mýdeild

Húsabakki í Svarfaðardal
Húsabakki í Svarfaðardal
Þann 29. apríl kl. 18:30 verður síðasti fundur vetrarins. Fundurinn verður haldinn að Húsabakka í Svarfaðardal.  Fundurinn er jafnframt er aðalfundur deildarinnar. 

Hjörleifur Hjartarson tekur á móti fundarkonum og segir frá Náttúrusetrinu að Húsabakka og Friðlandi Svarfdæla. 

Að erindi Hjörleifs loknu verður snæddur kvöldverður að Húsabakka (kostnaður 2000 kr) og eftir hann er aðalfundur deildarinnar. 




Dagskrá aðalfundarins er: 

1. Setning fundar
2. Lestur fundargerðar
3. Skýrsla stjórnar
4. Skýrsla gjaldkera
5. Ný stjórn kosin að tillögu uppstillinganefndar
6. Önnur mál
7. Fundi slitið

Gott er að sameinast í bíla. Notum Facebook síðu deildarinnar til þess og/eða mætum við Shellnesti. Brottför þaðan er 17:45. 

Vinsamlegast tilkynnið forföll til formanns á netfangið jennyg@unak.is