Fréttir

Vorfundur Delta deildar 2014

 Síðasti fundur starfsársins 2013-2014 og jafnframt aðalfundur var haldinn í Borgarnesi 28. apríl s.l. Fyrir fundinn heimsóttu Deltakonur frumkvöðulinn Guðrúnu Bjarnadóttir í Hespuhúsinu, þar sem hún lýsti helstu leyndardómum jurtalitunar.  Eftir góðan kvöldverð í Landnámssetrinu var fundað í arinstofunni. Undir liðnum mér er efst í huga fjallaði Þórunn Reykdal um kjör fólks fyrr á tímum, sýndi myndir frá tóttum í Snjóöldufjallgarði, sagði frá uppgreftri tóttanna og lýsti nokkrum dráttum í skáldsögu Þorgríms Þráinssonar, Allt hold er hey, en sögusvið hennar er á þessu svæði. Segir þar af ungri konu, sem hafði lært jurtalækningar af ömmu sinni, frá lífsbaráttu hennar og lækningum og vist í áðurnefndum tóttum. Happadrættið var á sínum stað og hreppti Jónína Erna Arnardóttir vinninginn Gengið var til aðalfundarstarfa og fráfarandi formaður Þórunn Reykdal flutti skýrslu formanns og Jensína Valdimarsdóttir gjaldkeri lagði fram reikninga.   Í nýja stjórn tímabilið 2014 - 2016 voru kjörnar Theodóra Þorsteinsdóttir formaður, Dagný Emilsdóttir, varaformaður, Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir ritari og Guðlaug M Sverrisdóttir meðstjórnandi og óskum við þeim velfarnaðar.
Lesa meira

Delta-fundur 27. mars

Fjórði fundur Delta-deildar starfsárið 2013-2014 verður haldinn í Reykholti fimmtudaginn 27. mars kl. 18:00
Lesa meira

Fundur 26. febrúar - Safnasvæðinu að Görðum, Akranesi

Febrúarfundur Delta deildar verður haldinn á Safnasvæðinu að Görðum á Akranesi 26. febrúar kl 17:30 Marie Ann Butler, rekstrarstjóri  tekur á móti hópnum og kynnir sýninguna Ull og silfur og síðan verður sýningin skoðuð í fylgd listakvennanna tveggja, þeirra Bergrósar Kjartansdóttur og Dýrfinnu Torfadóttur. Að því loknu verður fundað í Stúkuhúsinu á safnasvæðinu.
Lesa meira

Fyrsti fundur ársins 2014 - Leiðarstjarnan

Fyrsti fundur ársins var haldinn í salnum Háteigi í Grand Hótel í Reykjavik. Meginefni fundarins var námskeiðið "Leiðarstjarnan", sem okkar kona Sigrún Jóhannesdóttir, hélt fyrir deildina. Undirbúningur fundarins var í höndum stjórnar og Sigrúnar Jóhannesdóttur
Lesa meira

Fundur 19. nóvember

Haustfundur verður haldinn að Bjarteyjarsandi, þriðjudaginn 19. nóvember kl. 17:30 Arnheiður Hjörleifsdóttir kynnir starfsemina, Jónína Eiríksdóttir verður með orð til umhugsunar og Ingibjörg Adda Konráðsdóttir sér um happdrættisvinninginn.
Lesa meira

5. fundur 2012-2013 og vorferð í Stykkishólm 1. júní

 DAGSKRÁ Reykjavíkur- og Akraneskonur hitta Borgfirðinga á Hyrnutorgi - Brottför úr Borgarnesi 11:00 Örhressing í N1 í Stykkishólmi (pylsa og þess háttar) og skoðun Eldfjallasafnsins kl 12:30 aðgangur kr 600,- / mann Þaðan er haldið í Leir 7, Aðalgötu 20, skoðum þar vinnustofu og verslun Sigríðar Erlu Guðmundsóttur að því loknu sjáum við til hvernig landið liggur, e.t.v. í Gallerí Bragga Aðalgötu 28. Listakonan þar er í USA, en haft verður samband við hana á föstudaginn. Fundur kl 15:00 uppi á lofti í Narfeyrarstofu, sjávarréttasúpa og brauð, kr. 1.450,-       Norska húsið  opnar nýja sýningu kl 15:00 - opið til kl.  17:00 Þar ræður ríkjum Alma Dís Kristjánsdóttir DKG kona í Lamda-deild (flutti fyrir ári síðan í Hólminn). Þar sem opna á sýningu á munum Steinþórs Sigurðssonar leikmyndateiknara, sem er frá Stykkishólmi og 80 ára um þessar mundir. Vegna opnunarinnar getur Alma Dís ekki tekið á móti hópnum sérstaklega (sem hún hefði gjarnan viljað geta gert). Skv uppl. á vef Hólmara kostar 800/mann þarna inn. Að súpufundi loknum geta þær konur sem hafa tíma til skoðað sýninguna í Norska húsinu áður en heim verður haldið.
Lesa meira

Starfsáætlun 2012-2014 uppfærð

Starfsáætlun Deltadeildar 2012-2014 hefur verið uppfærð - sjá einnig síðuna um vetrarstarfið. Athugið að laugardaginn 1. júní verður vorferð í Stykkishólm - takið daginn frá !
Lesa meira

Fjórði fundur Delta deildar 17. apríl

Fjórði fundur Delta deildar starfsárið 2012 - 2013 var haldinn í Borgarnesi 17. apríl n.k. Byrjað verður á heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari tók á móti hópnum og kynnti starfsemi skólans. Að því loknu var haldið í Edduveröld í Englendingavík, þar sem sýning Hauks Halldórssonar listamanns um hina 9 heima goðafræðinnar var skoðuð.  Að því loknu var fundað og Jónína Erna Arnardóttir flutti orð til umhugsunar.
Lesa meira

Þriði fundur Delta deildar - heimsókn í TrueNorth

 Þriðji fundur Deltadeildar var haldinn 20. mars.    Samveran hófst með heimsókn í TrueNorth kvikmyndafyrirtækið að Seljavegi 2 í Reykjavík, þar sem Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri tók á móti Deltakonum og kynnti sögu fyrirtækisins og stærstu verkefni við erlendar kvikmyndir sem fyrirtækið hefur komið að. Sigríður Ragna Sigurðardóttir forseti landssambandsins mætti til fundarins og var það skemmtilegt, þar sem TrueNorth er til húsa í Héðinshúsinu, sem afi hennar byggði á sínum tíma og á hún góðar minningar þaðan.     Því næst lá leiðin á efri hæð veitingastaðarins  Uno í Hafnarstrætinu, þar sem Hið íslenska heimilisiðnaðarfélag var lengi til húsa. Þar hófst formlegur fundur, Sigríður Ragna kynnti landssambandsþingið og Inga Stefánsdóttir var með orð til umhugsunar . Formaður kynnti  bréf frá Helgu Guðmarsdóttur sem sagði sig formlega úr Deltadeild með þökkum fyrir margra ára ánægjulegar samverusstundir. Fundarkonur þökkuðu  Helgu sömuleiðis fyrir áralangt og ánægjulegt samstarf og óskuðu henni velfarnaðar. Að sjálfsögðu lauk svo fundi með happadrættinu góða.
Lesa meira

Næsti fundur Delta deildar

Næsti fundur Delta deildar verður haldinn í Reykjavík 20. mars n.k. kl. 17:15 Við munum byrja á að hittast í TrueNorth, Seljavegi 2 - þar fáum við kynningu á fyrirtækinu, síðan höldum við á fundarstað - nánar auglýst síðar.
Lesa meira