Fréttir

Síðasti fundurinn 2014

Síðasti fundur deildarinnar verður haldinn og settur fimmtudaginn 27.nóvember og hefst stundvíslega kl. 16:45 í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1, Garðabæ. Þar mun frú Vigdís Finnbogadóttir leiða okkur um sýninguna: Ertu tilbúin, frú forseti? Það er einstakt tækifæri fyrir okkur að fá njóta leiðsagnar frú Vigdísar um þessa rómuðu sýningu. Eftir sýninguna verður farið á veitingastaðinn Aalto þar sem verður hátíðamatur með kaffi. Þar ætlum við að vera um kl. 18:00. Í Norræna húsinu verður dagskrá framhaldið og fluttur verður dagskrárliðurinn Orð til umhugsunar.  Að lokinni dagskrá verður fundi slitið. 
Lesa meira

Góður fundur með menntamálaráðherra

Haldinn var annar fundur Alfadeildar sl. fimmtudag, 23.10. þar sem Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, kynnti hvítbókina. Aðalefni fundarins var umfjöllun um hvítbók menntamálaráðherra þar sem hann setti fram hugmyndir sínar um framfarir í læsi annars vegar og hins vegar hvernig koma megi í veg fyrir brottfall úr framhaldsskólum. Konur úr öðrum deildum voru með okkur á fundinum.   
Lesa meira

Alfakonur hittast á nýju starfsári

Fyrsti fundur þessa vetrar verður haldinn laugardaginn 13. september í Hannesarholti. Fundurinn hefst kl. 11. Dagskrá fundarins: Formaður býður gesti velkomna og kveikt verður á kertum Sjöfn Sigurbjörnsdóttir flytur orð til umhugsunar og fjallar þar um alþjóðaþing DKG í Indianapolis Sigrún Jóhannesdóttir Deltadeild  hugleiðir stöðu DKG og gerir grein fyrir hugsjónum og markmiðum samtakanna Kristín Jóhannesdóttir flytur hraðfréttir frá fundi framkvæmdaráðs DKG sem haldinn var 6. september Súpa, salat og spjall um vetrarstarfið og fleira
Lesa meira

Fimmti og síðasti fundur vetrarins

Hjá okkur er fimmti fundur vetrarins framundan og verður hann haldinn þriðjudaginn 29.apríl, kl. 17:30 Fundurinn verður haldinn að Dugguvogi 9, Reykjavík (Gult hús með ljósblárri útihurð). Dagskrá: 1.     Fundur settur og kveikt á kertum. 2.     Skýrsla fráfarandi stjórnar. 3.     Uppstillingarnefnd deildarinnar gerir grein fyrir störfum sínum. 4.     Kjör stjórnar. 5.     Orð til umhugsunar. 6.    Mæðgurnar Embla Ágústsdóttir, sem lýkur BA prófi í félagsfræði nú í vor, og Guðrún Hjartardóttir, verkefnastjóri        á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, segja frá reynslu sinni og skólagöngu Emblu á öllum fjórum                  skólastigunum; leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Frásögn þeirra er áhrifarík og lætur engan            ósnortinn. 7.     Léttar veitingar og notaleg samvera. 8.     Önnur mál. 9.     Fundi slitið.
Lesa meira

Viðurkenningar og heiður til handa Alfakonum

Sigrún Klara Hannesadóttir hlaut í ágúst æðstu viðurkenningu DKG samtakanna, International Achievement Award, í Amsterdam í sumar. Þessi viðurkenning er veitt konu sem lagt hefur á sig mikið og óeigingjarnt starf í þágu samtakanna.  Einnig hlaut Kristín Jóhannesdóttir viðurkenningu í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Viðurkenningin var afhent á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar sem haldið var fimmtudaginn 14. nóvember 2013 í  en þema þess var Íslenska sem annað mál og börn með erlendan bakgrunn í íslensku skólakerfi​. Kristín er skólastjóri Fellaskóla, þar sem rúmlega helmingur nemenda býr við annað tungumál en íslensku á heimili.  Sjöfn Sigurbjörnsdóttirvar tilnefnd í "Nomination Committee" og verður valin í á næsta alþjóða þingi  2014. Hér er um mikið embætti að ræða og Sjöfn er fyrsta íslenska konan til að gegna því.  Við samgleðjumst þeim stöllum og óskum þeim innilega til hamingju.
Lesa meira

Jólafundur Alfa

Jólafundur Alfadeildar verður haldinn í Safnaðarheimili Grensáskirkju fimmtudaginn 5. desember kl. 18:00. Jólahangikjöt verður á borðum og rithöfundur kemur í heimsókn og les upp úr bók sinni. Sjá dagskrá hér.
Lesa meira

Inntökufundurinn í september

Inntökufundurinn  sem haldinn var þann 7.september var  ftirminnilegur enda gaman og hátíðlegt að taka inn fimm nýjar konur í deildina okkar. Að auki hefur Guðríður Sigurðardóttir ákveðið að koma aftur í deildina okkar þannig að okkur hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg :-)
Lesa meira

Skemmtileg samverustund

Alfa-systur áttu mjög notalega samverustund með konum úr Þeta-deild laugardaginn 13. apríl en það er einmitt eitt af markmiðum vetrarins að efla tengslin á milli deilda. Við hittumst á Hótel Marina við Mýrargötuna og byrjuðum á að skoða þetta glæsilega hótel sem búið er að starfa í eitt ár. Síðan hófst fundurinn formlega með því að kveikt var á kertum og síðan snæddum við saman gómsætan brunsj sem var á boðstólum. Meðan á því stóð flutti Bryndís Guðmundsdóttir, Þetasystir, okkur orð til umhugsunar. Þessum ánægjulega fundi lauk síðan með göngferð um bryggjusvæðið í vorblíðunni, bjart var í veðri og fallegt þó blési að norðan. Myndir.
Lesa meira

Fundur á nýju ári

Alfakonur áttu notalegan fund með biskupi Íslands, sr.  Agnesi M. Sigurðardóttur, þann 31. janúar síðastliðinn. Agnes var með hugvekju fyrir okkur sem var ljúft að hlusta á og hvetjandi fyrir okkur  félagskonur. Agnesi eru færðar kærar þakkir fyrir heimsóknina. Myndir frá fundinum.
Lesa meira

Fyrsti fundur Alfa á nýju ári

Fyrsti deildarfundur Alfadeildarinnar á nýja árinu verður haldinn fimmtudaginn 31.janúar, kl. 17:00. Fundurinn verður haldinn á heimili formanns að Sunnuvegi 9, 104 Reykjavík. Dagskrá fundarins: Fundur settur. Kveikt á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Heiðursgestur fundarins, frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup, flytur orð til umhugsunar. Umræður. Kynning á konum sem bornar verða upp vegna inngöngu í félagið. Kosning vegna inntöku nýrra kvenna. Fundi slitið.
Lesa meira