Fréttir

Fundur á Stokkseyri

Fundur var haldinn í leikskólanum Strandheimum á Stokkseyri, laugardaginn 29. okt. Fundurinn var með venjubundnu sniði. Guðríður sagði frá framkvæmdaráðsfundi sem hún sótti hjá DKG. Þar mættu allir formenn deilda sem eru 13. Rætt var um framkvæmda áætlun samtakanna sem felst meðal annars í því að reyna að gera okkur sýnilegri í samfélaginu með því að vekja athygli á starfi DKG og að fjölga félagskonum með fjölbreytileika í fyrirrúmi.
Lesa meira

Upphaf nýs starfsárs

Fyrsti fundur þessa vetrar var haldinn í nýrri álmu Grunnskóla Hveragerðis. Fundurinn var vel sóttur og var þetta fyrsti fundur sem nýr formaður Epsilondeildar Guðríður Egilsdóttir stýrði.
Lesa meira

Aðalfundur 18. maí 2022 í Tryggvaskála

Á mildum vordegi, síðla dags, var haldinn aðalfundur Epsilon-systra í Tryggvaskála á Selfossi. Í upphafi fundar var að venju kveikt á kertunum þremur - vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Þetta var eitt að lokaverkum fráfarandi formanns Ingibjargar Ingadóttur sem hefur síðustu tvö ár verið formaður í skugga heimsfaraldurs. Kórónuveiran hefur eðlilega sett mark sitt á starfsemi Epsilon-systra, færri fundir vegna samkomutakmarkanna, þó reynt hafi verið í einhverju mæli að notast við tæknina og fundað rafrænt, því var einkar kærkomið að koma saman í sal Tryggvaskála í kvöld.
Lesa meira

Bókafundurinn góði

Epsilonsystur voru að vonum ánægðar að hittast eftir langt hlé þó samskiptaforritið Teams væri notað í stað þess að hittast á staðnum. Bókafundurinn er í miklu uppáhaldi hjá systrum og kom öllum saman um að þetta hefði verið skemmtilegt og fróðlegt kvöld – góð byrjun á nýju ári. Hver og ein sagði frá einni bók, en þó voru nokkrar bækur nefndar að auki eftir eina umferð.
Lesa meira

Guðríður Aadnegaard hlýtur hvatningarverðlaun gegn einelti

Guðríður Aadengaard, félagi okkar í Epsilon-deild, hlaut hvatningarverðlaun samtakanna Heimili og skóli gegn einelti á Degi eineltis 8. nóvember 2021.
Lesa meira

Uppspuni smábandasafni 28. okt. 2021

Epsilon-systur heimsóttu Uppspuna smábandaverksmiðju í Lækjartúni rétt austan við Þjórsá í Rangárvallasýslu. Hún er í eigu Huldu og Tyrfings sem eru bændur í Lækjartúni og búa með sauðfé og holdakýr. Verksmiðjan var stofnuð formlega 2018.
Lesa meira

Haustfundur haldinn á Matkránni í Hveragerði

Það var mikil ánægja að geta loksins komið saman og haldið fund í Epsilondeild. Fyrsti fundur vetrarins var haldinn í Matkránni í Hveragerði.
Lesa meira

Rafrænn bókafundur

Fyrsti fundur Epsilondeildar á árinu, og í langan tíma vegna heimsfaraldursins, var haldinn á Teams 18. febrúar 2021. Að venju var bókafundur fyrsti fundur á nýju ári. Þar segjum við frá og tölum um áhugaverðar bækur sem við höfum lesið um jólin eða á öðrum tíma.
Lesa meira

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar

Ný stjórn hélt sinn fyrsta fund sl. mánuð.
Lesa meira

Bókafundur að Iðu

Bókafundurinn okkar var haldinn að Iðu í Biskupstungum að heimili Elinborgar Sigurðardóttur.
Lesa meira