Fréttir

Ný félagskona tekin inn

Vorfundur og aðalfundur Epsilondeildar var haldinn að Skálholt 28. maí sl. Á fundinum var tekin inn ný félagskona Sædís Ósk Harðardóttir deildarstjóri stoðþjónustu í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Það má geta þess að í haust tókum við inn fjórar nýjar systur. Við erum mjög ánægðar með að fá þær í hópinn okkar.
Lesa meira

Ferð til Reykjanesbæjar

Epsilonsystur heimsóttu Þetasystur á Suðurnesjum laugardaginn 14. apríl. Við mæltum okkur mót við Þetasystur í Duushúsum sem er lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar og hýsir aðal sýningarsali Listasafns og Byggðasafns bæjarins. Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi og Þetasystir leiddi okkur í gegnum allar sýningarsali húsanna. Frásögn hennar um sýningarnar og mennngarstarfsemina sem þar fer fram var fróðleg og skemmtileg.
Lesa meira

Fundur í Fsu á Selfossi

Fundur var haldinn í Fsu á Selfossi en gestgjafinn okkar að þessu sinni var Ágústa Ragnarsdóttir myndlistarkennari sem er að kenna sinn fimmta vetur við skólann.
Lesa meira

Bókarfundur að Laugalandi í Holtum

Jólabókafundurinn, eins og við nefnum hann okkar á milli, var haldinn að Laugarlandi í Holtum, laugardaginn 13. janúar. Kristín Sigfúsdóttir bauð fram aðstöðu í skólanum en hún starfar þar sem aðstoðarskólastjóri.
Lesa meira

Jólafundur

Fundur var haldinn í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Ingibjörg Þ. formaður setti fundinn. Hólmfríður kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Venjuleg fundarstörf tóku við. Erna Ingvarsdóttir var með „Orð til umhugsunar.“ Hún sagði frá endurmenntunarnámskeiði sem hún fór á í Háskóla Íslands. Á námskeiðinu lærði hún m.a. að skrá niður þrennt á dag sem hefur glatt hana þann daginn.
Lesa meira

Inntaka nýrra félaga

Fyrsti fundur vetrar í Epsilon-deild var haldinn á Selfossi, í Gestshúsum.
Lesa meira

Síðasti fundur vetrar

Vorfundur okkar var haldinn í Skálholti 31. maí sl.
Lesa meira

Fundur í Þorlákshöfn

Fundur var haldinn í Grunnskólanum í Þorlákshöfn, laugardaginn 25. mars. Nokkrar systur buðu með sér gestum sem vonandi vilja slást í hópinn með okkur.
Lesa meira

Fundur 25. mars

Hann verður haldinn í Grunnskólanum í Þorlákshöfn kl. 11.00. Venjuleg fundarstörf og erindi um læsisstefnu Menntamálastofnunar.
Lesa meira

Fundur í Sunnulækjarskóla

Fundur verður haldinn mánudaginn 13.2. 2017 kl. 17.00 í Sunnulækjarskóla.
Lesa meira