Fréttir

Fyrsti fundur vetrarins

Við minnum á fyrsta fund vetrarins sem verður haldinn í Sveitabúðinni Sóley í Flóanum laugardaginn 13. okt. kl. 11.00. Við fáum matarmikla súpu sem húsfreyja staðarins matbýr. Margrét Pálína ætlar að segja frá ferð sinni til Kúbu þar sem hún vann við uppskeru.
Lesa meira

Vetrarstarfið að hefjast

Nú fer vetrarstarf Epsilondeildar senn að hefjast og mikill hugur í konum og tilhlökkun. Fyrsti fundur verður haldinn í Tungu í Flóahreppi laugardaginn 13. október kl. 11.00 þar sem fallega Sveitabúðin Sóley er til húsa og við fáum að skoða. Margrét Pálína ætlar að fræða okkur um för sína til Kúbu þar sem hún vann við uppskeru. Matarmikil súpa verður á boðstólnum.
Lesa meira

Vetrardagskrá 2011-2012

Kæru Epsilonsystur! Enn er komið haust og nýtt starfsár að hefjast hjá okkur. Stjórnin hefur fundað og ákveðið vetrarstarfið sem verður með líkum hætti og verið hefur. Fundir verða fimm, ýmist á fimmtudögum eða laugardagsmorgnum. Við reynum að dreifa fundarstöðum á svæðið okkar. Meginþemað í vetur er Leggjum rækt við okkur sjálfar og verður það efni þriggja funda. Ekki megum við gleyma nýja aksturskerfinu okkar sem við byrjuðum með s.l. vetur og við reynum að fá far hver með annarri.
Lesa meira

Seinasti fundur vetrarins

Kæru Epsilonsystur! Nú er komið að ,,stóra" fundinum okkar og er hann um leið seinasti fundur vetrarins og þá kemur Gammadeildin í  heimsókn. Fundurinn verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði laugardaginn 21. maí og hefst kl. 11. Guðrún Þóranna Jónsdóttir kynnir masterverkefnið sitt, Vístvil ég lesa. Nú verðum við allar að leggjast á eitt að taka vel á móti gestunum.  Á fundinum á Eyrarbakka var samþykkt að hver og ein komi með einhverjar veitingar og val á réttum er frjálst. Sami háttur verður þá á veitingum eins og var þegar við heimsóttum Gammadeildina í janúar 2010. Hittumst allar hressar í Hveragerði. Með vinsamlegum vorkveðjum, stjórnin  
Lesa meira

Fundur á Stokkseyri og Eyrarbakka

Kæru Epsilonsystur!   Næsti fundur verður á Stokkseyri og Eyrarbakka, þriðjudaginn 29. mars kl. 16:30. Við hittumst á Stokkseyri í nýju skólabyggingunni. Þar tekur Arndís Harpa skólastjóri á móti okkur og sýnir nýja skólahúsnæðið. Eftir klukkustundar dvöl þar verður haldið að Hólmaröst á fund Elvars listmálara og við skoðum vinnustofu hans og e.t.v. e-ð fleira. Síðan förum við í Rauða húsið á Eyrarbakka og þar verður formlegur en stuttur  fundur settur og kvöldverður snæddur.   Eins og fram kemur í fundarboðinu verður næsti fundur ekki í Reykjavík eins og upphaflega var áætlað og við í stjórn biðjumst afsökunar á þessari breytingu. Enginn fyrirlestur í HÍ í mars hentaði okkur og það gekk ekki upp að hafa fund á fimmtudagskvöldi af ýmsum ástæðum.    Með kærri félagskveðju, stjórnin                            
Lesa meira

Hópferð til Baden-Baden í Þýskalandi

Sælar og blessaðar, kæru DKG systur. Nú er lokaútkall í hópferðina 1. ágúst til Baden-Baden í Þýskalandi. Við verðum að láta vita fyrir mánudag 6. mars hverjir ætla að fara með 1. ágúst. Sendið mér endilega línu strax ef þið viljið fá að vera með í þessari hópferð. Landssambandið mun ekki vera með aðra hópferð. Farið er út 1. ágúst, bíll til Baden-Baden, heim 7. ágúst. Vona ég að sem flestar mæti. Við erum alla vega 7 úr Gammadeild sem förum. Kveðja, Ingibjörg Jónasdóttir landssambandsforseti
Lesa meira

Marsfundurinn

Minnum á fjórða fund vetrarins sem verður á fimmtudegi um miðjan mars. Stefnt er að því að fara í fræðsluferð til Reykjavíkur, drekka í sig fróðleik og visku. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira