Fréttir

Afmælisfundur Epsilondeildar

Haldið var upp á 30 ára afmæli Epsilondeildar í Eldhestum í Ölfusi, laugardaginn 23. nóvember. Ingibjörg Jónasdóttir Evrópuforseti og Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttir landssambandsforseti komu í í heimsókn af tilefni dagsins. Sérstök afmælisnefnd undirbjó fundinn og í henni voru: Erna Ingvarsdóttir, Ester Hjartardóttir, Vera Valgarðsdóttir og Ingibjörg Ingadóttir.
Lesa meira

Veröld - hús Vigdísar

Fundur í Epsilondeild var haldinn laugardag 12. okt. Við heimsóttum Veröld - hús Vigdísar og fengum fróðlega og skemmtilega kyninngu á þessu einstaka húsi.
Lesa meira

Fundað í Fjölheimum á Selfossi

Fyrsti fundur vetrarins var haldinn í Fjöllheimum - þekkingarsetri á Selfossi. Eftir venjulega aðalfundastörf sagði Eydís Katla okkur frá starfsemi Fjölheima sem er margvísleg. Mörg samtök og stofnanir hafa þar starfsaðstöðu eins og Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi þar sem Eydís Katla starfar.
Lesa meira

Vorfundur Epsilondeildar var haldinn í Skálholti 23. maí 2019

Ingibjörg Þ.formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennski og hjálpsemi. Gestur fundarins var Ingibjörg Einarsdóttir úr Gammadeild. Ingibjörg fór yfir starf vetrarins og var ánægð með, hve vel tókst til að dreifa ábyrgðinni við skipulagningu fundanna í vetur
Lesa meira

Þetasystur heimsækja Epsilonsystur

Þetasystur af Suðurnesjum komu í heimsókn til okkar Epsilonsystra. Við hittumst í Þorlákskirkju og þar tók á móti okkur Rán Gísladóttir kirkjuvörður og sagði okkur frá kirkjunni. Það vakti undrun gestanna að kirkjan skyldi vera byggð í sjálfboðavinnu þorpsbúa af miklum eldmóði og flestir ef ekki allir innanstokksmunir gefnir kirkjunni. Þorlákskirkja var vígð 1985.
Lesa meira

Fundur í Ásaskóla

Fundur Epsilonsystra var að þessu sinni haldinn í Ásaskóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi en gestgjafar voru eigendur Ásaskóla þau hjónin Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson.
Lesa meira

Bókafundur í Hveragerði

Ingibjörg Þorleifsdóttir formaður setti fundinn, bauð fundarkonur velkomnar og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Ingibjörg Ingadóttir var með orð til umhugsunar að þessu sinni og sagði frá persónulegri reynslu sinni, hvernig hún kom í veg fyrir kulnun, með því að dvelja í fjallakofa á Grikklandi, passa hús, garð og kött.
Lesa meira

Aðventan að ganga í garð

Epsilonsystur héldu Jólafund sinn Í Fjölbrautrskóla Suðurlands. Boðið var upp á jólaglögg og piparkökur við kertaljós í vinnustofu Guðríðar Egilsdóttur.
Lesa meira

Matur og bað

Þann 27. okt. sl. funduðum við systur að Flúðum. Sveitin skartaði sínu fegursta á þessum skemmtilega laugardegi sem í vændum var. Þær uppsveitarkonur Ásborg Arnþórsdóttir, Elín Hannilbalsdóttir og Björg Björnsdóttir undirbjuggu fundinn og samveruna. Við hittumst á Hótel Flúðum til að funda þar. Þema vetrarins er átthagafræði – ræktum okkur sjálfar. Nú átti að fræða okkur um Flúðir og uppsveitir Árnessýslu.
Lesa meira

Fundað á Hvolsvelli

Fyrsti fundur vetrarins, hjá okkur Espilon systrum, var haldinn í Fræðslunetinu á Hvolsvelli. Ingibjörg setti fundinn og kveikti á kertunum.
Lesa meira