Fréttir

Fjölmenni og nýir félagar

Það var fjölmennt á fundi Mý deilar sem haldinn var í sérdeild Giljaskóla í gærkvöldi. Tvær nýjar konur voru teknar inn í Mýdeild á þessum fundi, fjórar konur komu og kynntu sér starfið, borin var fram graskerssúpa, starfið í sérdeild Giljaskóla var kynnt, spilað var á flautu og flutt hugvekja um sjálfbærni. 
Lesa meira

Næsti fundur

Október fundur deildarinnar verður haldinn þriðjudaginn 29. október kl. 19:00. Hann verður haldinn í sérkennsludeild Giljaskóla. Gengið inn um kennsluálmuna. Fundurinn er í umsjón Ragnheiðar Júl., Ragnheiðar Þórs og Petreu. 
Lesa meira

Á flekamótum - ráðstefna á Ísafirði

Konur í Iota deild sem starfar á norðanverðum Vestfjörðum halda ráðstefnu á Ísafirði laugardaginn 26. september n.k. Ráðstefnan kallast Á flekamótum en það var yfirskrift landsambandsþings DKG í maí sl. 
Lesa meira

Fréttabréfið og konfektið

Heimasíða Mý deildar hefur verið uppfærð miðað við vetrarstarfið 2013-2014. Skipulag vetrarstarfsins hefur verið uppfært og þar geta deildarkonur séð dagsetningar fundanna og hverjar sjá um fundinn hverju sinni. Staðsetningar fundanna koma svo inn þegar ljóst er hvar þeir verða haldnir. Staðsetning er líka sett inn á dagatal heimasíðunnar hér til vinstri og send í fundarboði í tölvupósti.  Fréttabréf deildarinnar eiga sér nú sérstaka síðu innan heimasíðu deildarinnar. Þar er að finna öll fréttabréfin sem voru send til deildarkvenna á vorönn 2013. Fréttabréf komandi vetrar munu svo safnast saman þar jafnóðum og þau verða send út. Fyrsta fréttabréf haustannar 2013 er áformað í lok október.  Konfektið hefur líka fengið sérstaka síðu. Þar er kynning á verkefninu og einnig er hægt að sjá yfirlit yfir hvenær hver og ein færir systrum sínum konfektmola. Með þessum verkefnum er hægt að segja að deildin leggi sitt af mörkum til að uppfylla einkunnarorð núverandi stjórnar landssambansins: Styrkjum tengsl til framtíðar. 
Lesa meira

Vetrarstarfið hafið

Starf Mýdeildar hófst 27. ágúst með heimsókn í Reykhús í Eyjafjarðarsveit. Þar tók Anna Guðmundsdóttir varaformaður Mýdeildar og deildarstjóri sérkennslu við Hrafnagilsskóla á móti deildarkonum. Hún fræddi hópinn um skógrækt í Kristnesi og í Reykhúsum.  Deildarkonur snæddu svo saman skógarsveppasúpu í skógarrjóðri sem Anna og fjölskylda hafa útbúið. Sveppina hafði Anna tínt í skóginum daginn áður. Fundinum lauk með samverustund heima hjá Önnu þar sem stjórnin fór yfir skipulag vetrarstarfsins. Sjálfbærni verður þema haustmisserisins.   Konurnar úr Þingeyjarsýslunni héldu fundinn í september. Hann var haldinn í Árteigi heima hjá Önnu Harðardóttur. Eiður Jónsson kynnti tilurð og rekstur smærri virkjana. Faðir hans var frumkvöðull á því sviði.
Lesa meira

Nýtt fréttabréf Mý-deildar

Hér neðan við er hlekkur á nýtt fréttabréf Mý-deildar sem stjórn gefur út reglulega yfir veturinn. Með útgáfu þess vill stjórnin leggja sitt af mörkum til að auka upplýsingamiðlun innan deildarinnar og jafnframt að efla tengslin á milli deildarkvenna. 
Lesa meira

Góður jólafundur

Jólafundur Mý-deildar var haldinn miðvikudaginn 29. nóvember síðastliðinn. 
Lesa meira

Jólafundur Mý-deildar 29. nóvember

Jólafundurinn í ár verður haldinn í sal VMA og ætlum við að bjóða Beta systrum að vera með okkur á fundinum í ár.
Lesa meira

Starfsáætlun vetrarins komin inn

Vetrarstarfið í Mý-deild fer afar vel af stað og voru konur mjög glaðar að hittast á fyrsta fundi haustsins sem haldinn var á Dalvík nú í lok september. 
Lesa meira

5. fundur Mýdeildar

5. fundur Mýdeildar var haldinn í húsnæði Skóladeildar Akureyrarbæjar að Glerárgötu 26. Fjórar konur í deildinni, þær Birna, Þuríður, Guðrún Hafdís og Rut sáu um fundinn.
Lesa meira