Fréttir af Gammakonum

Jóhanna Einarsdóttir skipuð forseti menntavísindasviðs HÍ

Jóhanna hefur tekið við sem forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Við óskum henni alls velfarnaðar í starfi.

Málþing til heiðurs Gerði Óskarsdóttur sjötugri

Í tilefni af sjötugsafmæli Gerðar og útkomu bókar hennar um skil skólastiga efndu Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar til málþings henni til heiðurs þann 6. september s.l. Yfir tvö hundruð manns sóttu vel heppnað þing og glöddust með Gerði, þar á meðal margar Gammakonur. Við óskum henni innilega til hamingju.

Bók Kristínar Bjarnadóttur, Vegleiðsla til talnalistarinnar

Háskólaútgáfan hefur gefið út bók Kristínar, Vegleiðsla til talnalistarinnar, sem geymir þrettán greinar um íslenskar kennslubækur í reikningi og „nýja stærðfræði".  Við óskum Kristínu innilega til hamingju með bókina en Gammakonur fögnuðu með henni í hófi hinn 30. september s.l.