Haustferð Betadeildar

Kjólar úr vefnaði eftir Guðrúnu
Kjólar úr vefnaði eftir Guðrúnu
Vetrarstarf Betadeildar haustið 2011 hófst með ferð á Blönduós fimmtudaginn 1. september en það er orðin nokkurs konar hefð að byrja vetrarstarfið með einhvers konar ferð á menningarstað. Á Blönduósi skoðuðum við saman Heimilisiðnaðarsafnið undir góðri leiðsögn safnstjóra. Nutum við allar stundarinna vel og bar okkur öllum saman um að þetta væri mjög svo áhugavert safn að skoða.  Á safninu var í gangi í sumar sýningin „Úr smiðju vefarans mikla“ sem er sýning á verkum Guðrúnar J. Vigfúsdóttur, veflistakonu frá Ísafirði sem fædd var að Litla-Árskógi í Eyjafirði árið 1921. Til gamans má geta þess að Guðrún var móðir Eyrúnar Ísfoldar Gísladóttur sem er DKG systir okkar í Etadeild.
Nánar má fræðast um safnið á þessari slóð.
Að safnferð lokinni fóru Betasystur á veitingastaðinn Potturinn á Blönduósi og borðuðu þar dýrindis málsverð áður en haldið var til Akureyrar aftur.
Myndir úr ferðinni eru komnar í myndasafnið