Jólafundur 2015

Sameiginlegur jólafundur Beta- og Mýdeildar var haldinn að Hrafnagili 3. desember síðastliðinn. Fundurinn var hátíðlegur og notalegur að venju. Félagskonur úr báðum deildum sáu um tónlistaratriði, flutt var Orð til umhugsunar og Dusanka Kotaras sagði okkur frá reynslu sinni af því að koma sem flóttamaður til Íslands. Dusanka var, ásamt eiginmanni sínum og tveimur dætrum, í hópi þeirra 24 flóttamanna sem komu til Akureyrar frá fyrrum Júgóslavíu árið 2003. Í frásögn sinni dró hún fram þá þætti sem vel voru gerðir en benti einnig á það sem betur mátti fara í móttöku flóttamanna. Að lokum borðuðu félagskonur saman hátíðarmálsverð. Myndir frá jólafundinum eru komnar í myndaalbúmið.