Leshringsfundur

Á leshringsfundi
Á leshringsfundi
Leshringsfundur Betadeildar var haldinn að veitingastaðnum Silvu í Eyjafirði 19. mars. Lesnar höfðu verið bækurnar Náðarstund eftir Hannah Kent og Stundarfró eftir Orra Harðarson. Þær Fríða, Sigrún, Selma og María sáu um að undirbúa fundinn. Góður rómur var gerður að báðum bókum en þó sérstaklega bókinni Náðarstund.