Lokafundur Betadeildar 15. maí

Inntaka í Betadeild
Inntaka í Betadeild
Lokafundur Betadeildar var haldinn á heimili Þorgerðar Sigurðardóttur 15. maí.  Fundurinn hófst á ávarpi landsambandsforseta Guðbjargar Sveinsdóttur en hún var með okkur á Skype. Að því loknu voru hefðbundin fundarstörf og var Eygló færður fallegur blómvöndur í tilefni þess að hún tekur við sem nýr landsambandsforseti í sumar. Í lok fundarins tókum við inn nýja konu í deildina, Hugrúnu Sigmundsdóttur og bjóðum við hana hjartanlega velkomna í deildina. Að loknum fundi fóru Betasystur saman á veitingahúsið Strikið og áttu þar notalega stund yfir góðum veitingum.
Myndir frá fundinum eru í myndaalbúmi.