Margrét Albertsdóttir er látin

Margrét Albertsdóttir, sem var ein af stofnfélögum Betadeildar, lést mánudaginn 24. febrúar á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Við minnumst hennar með söknuði og þakklæti í huga fyrir vel unnin störf í okkar þágu og þökkum henni samfylgdina. Jafnframt sendum við aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi Margréti Albertsdóttur.