Sameiginlegur jólafundur

Sameiginlegur jólafundur Beta- og Mýdeildar var haldinn þriðjudaginn 3. desember. Fundurinn var haldinn í sal hússtjórnarbrautar VMA. Þar er alltaf jafn yndislegt að vera...svo fallega skreyttur salurinn þeirra og allt svo handhægt í tengslum við matarstúss :-) 
Við hlýddum á dásamleg tónlistaratriði og söng, allt framreitt af Beta- og Mý-systrum. Dagbjört Ásgeirsdóttir í Mýdeild las upp úr nýju barnabókinni sinni sem er að koma út núna næstu daga en hún heitir Gummi fer í fjöruferðog Þorgerður, Halldóra, María og Eygló í Betadeild sögðu okkur frá reynslu sinni af því að sækja landsambands- og Evrópuþing.  
Við fengum einnig góðan gest í heimsókn, Zane Brikovska  frá Lettlandi en hún sagði okkur frá hátíðahaldi jólanna í sínu heimalandi. Að sjálfsögðu borðuðum við svo dýrindis jólakrásir sem stjórnin deildanna buðu uppá og sungum jólalögin á milli atriða. Dásamleg samvera :-)
Myndir frá kvöldinu eru í myndaalbúminu.