Delta - Jólafundur

Þá er komið að jólafundinum okkar og hann verður 4. desember kl. 18:00 heima hjá Soffíu okkar í Nýhöfn 4 (2. hæð), Garðabæ. Veitingar verða í boði Soffíu og happdrættið á sínum stað.

Dagskrá

  1. Fundarsetning - Kveikt á kertum 
  2. Nafnakall og kveðjur
  3. Fundargerð síðasta fundar skoðuð
  4. Orð til umhugsunar - Jónína Eiríksdóttir
  5. Soffía sýnir jólahandverk
  6. Hanna Ágústa með erindi og syngur með Jónínu Ernu.
  7. Önnur mál – Happdrættið, syngjum jólalög og förum aðeins yfir fundi vorannar