Fréttir

Vetrardagskrá og kaffinefndir

Vetrardagskrá Betadeildar ásamt skipan í kaffinefndir fyrir komandi vetur er komin á vefinn okkar. Þar má einnig sjá skiptingu í umsjónarhópa með fundum eftir áramótin.
Lesa meira

Lokafundur Betadeildar 15. maí

Lokafundur Betadeildar var haldinn á heimili Þorgerðar Sigurðardóttur 15. maí. 
Lesa meira

Leshringsfundur

Leshringsfundur Betadeildar var haldinn að veitingastaðnum Silvu í Eyjafirði 19. mars. Lesnar höfðu verið bækurnar Náðarstund eftir Hannah Kent og Stundarfró eftir Orra Harðarson. Þær Fríða, Sigrún, Selma og María sáu um að undirbúa fundinn.
Lesa meira

Haustferðin 2014

Fyrsti fundur vetrarins í Betadeild var haldinn fimmtudaginn 11. september. Þá fórum við með rútu hring í Svarfaðardalnum og „guide-aði“ Magga okkar á leiðinni af sinni alkunnu snilld :-).
Lesa meira

Aðalfundur Betadeildar 2014

Aðalfundur Betadeildar og jafnframt lokafundur vetrarins var haldinn föstudaginn 16. maí á heimili Jóhönnu Þorsteinsdóttur.
Lesa meira

Vorþing á Ísafirði 2014

Helgina 10.–11. maí sátu konur úr Beta- og Mýdeild vorþing samtakanna á Ísafirði. Hópur úr báðum deildum ákvað að „rugla saman reitum“ og skella sér saman á Ísafjörð. Lagt var af stað um miðjan dag, föstudaginn 9. maí í rútu á vegum BSA sem Gunnar maðurinn hennar Ernu í Betadeild stýrði. Hópurinn var kominn á Ísafjörð um kl. 22:30 um kvöldið eftir langt en skemmtilegt ferðalag þar sem „nestispásurnar“ léku ekki minnsta hlutverkið :-)
Lesa meira

Jónína fékk styrk úr The Lucile Cornetet Professional Development Award

Það er gaman að geta sagt frá því að Jónína Hauksdóttir formaður deildarinnar fékk á dögunum 1.057 dollara styrk úr Lucile Cornetet sjóðnum, nánar tiltekið þeim hluta hans sem kallast Individual Awards for Professional Development. Sá hluti sjóðsons styrkir konur sem vinna í fræðslustörfum (ekki bara DKG konur) til að sækja ráðstefnur og aðra viðburði er tengjast menntun (Conferences, Seminars, Lecture series, National certification, Online courses, Workshops and other non-degree programs).
Lesa meira

Margrét Albertsdóttir er látin

Margrét Albertsdóttir, sem var ein af stofnfélögum Betadeildar, lést mánudaginn 24. febrúar á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Við minnumst hennar með söknuði og þakklæti í huga fyrir vel unnin störf í okkar þágu og þökkum henni samfylgdina. Jafnframt sendum við aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi Margréti Albertsdóttur.
Lesa meira

Nýtt á vefnum

Ágætu Betasystur Bókalistinn okkar er kominn á vefinn okkar ásamt nöfnum bókanna sem við ætlum að lesa fyrir leshringsfund.
Lesa meira

Sameiginlegur jólafundur

Sameiginlegur jólafundur Beta- og Mýdeildar var haldinn þriðjudaginn 3. desember. Fundurinn var haldinn í sal hússtjórnarbrautar VMA. Þar er alltaf jafn yndislegt að vera...svo fallega skreyttur salurinn þeirra og allt svo handhægt í tengslum við matarstúss :-) 
Lesa meira