Jólafundinum sem halda átti í gær var frestað vegna veðurs

Jólafundurinn átti að vera í Neskaupsstað. Líklegast er að fundurinn verði haldinn í janúar þegar ró hefur færst yfir skólastarfið á ný. Félagskonur biðu átekta um að spáin um minnkandi vindstyrk myndi rætast þegar liði á daginn en því miður þá hélt áfram að blása hressilega. Umgjörð fundarins var aðventan og átti hann að vera í Safnahúsinu í Neskaupsstað við Egilsbúð. Félagskonur fá sendan tölvupóst síðar með nánari upplýsingum um næsta fund.