Annar fundur í Zetadeild haldinn 6. nóvember.

Petra, Sigrún Birna og Björg.
Petra, Sigrún Birna og Björg.

Annar fundur Z-deildar DKG veturinn 2019 -2020.
Haldinn 6. nóvember í Kaffi Sumarlínu á Fáskrúðsfirði. Skipulag fundar sáu þær Björg Þorvaldsdóttir, Petra Jóhanna Vignisdóttir og Jórunn Sigurbjörnsdóttir um. Á fundinn mættu sjö félagskonur og tveir gestir, þær; Sigrún Birna Björnsdóttir Fræðslustjóri Alcoa og Svandís Egilsdóttir skólastjóri grunnskóla Seyðisfjarðar.

Sigrún Birna Björnsdóttir, fræðslustjóri hjá Alcoa, Reyðarfirði. Sagði okkur frá því hvað fellst í hennar starfi sem fræðslustjóri Alcoa á Reyðarfirði. Hún sagði m.a frá Stóriðjuskólanum og að ánægjulegt væri að segja frá því að í skólann koma nemendur sem  flosnað hafa upp úr námi í grunn- eða framhaldsskóla en eru síðan að blómstra í Stóriðjuskólanum. 

Björg Þorvaldsdóttir var með orð til umhugsunar sem hún nefnir, Verum vakandi – Samkeppni við hin ýmsu áreiti og áhrifavaldar. Björg fjallaði um mikilvægi þess að styðja við og vekja foreldra til umhugsunar um mikilvægi lesturs og að snjalltæki koma ekki í stað bókalesturs.