Fjarfundur í zetadeild 15. apríl 2020.

Fjarfundur í zetadeild 15. apríl 2020.
Fjarfundur í zetadeild 15. apríl 2020.

Fjórði fundur Z-deildar DKG veturinn 2019-2020, haldinn 15. apríl 2020 í gegnum Google Meet fjarfundarkerfi á tímum samkomubanns vegna COVID-19 faraldurs.
Góð dagsetning það sem fundinn bar upp á 90 ára afmælisdag Frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta og heiðursfélaga í DKG.


Stjórn zetadeildar kannaði hvort áhugi væri hjá félagskonum að nýta tæknina til þess að halda fund. Í ljós kom að þörfin var til staðar og mættu 10 félagskonur. Við höfum ekki haldið fund síðan í desember en vont veður og covid-19 kom í veg fyrir fundi í febrúar og mars.


Við héldum í hefðir og kveikt var á kertum og síðan fengum við gest til okkar á fjarfundinn. Ásthildur Kristín Garðarsdóttir grunnskólakennari og MA í jákvæðri sálfræði fræddi okkur um leiðir til að vinna bug á neikvæðni með jákvæðni að leiðarljósi – seiglu/þolgæði. Hún sagði frá kenningum sem jákvæð sálfræði byggir hugmyndir sínar á og ræddi um mikilvægi verktrausts, að hafa færni til að snúa neikvæðum niðurbrjótandi hugsunum í jákvæðar uppbyggjandi hugsanir. Ásthildur ræddi um mikilvægi þess að rífa okkur ekki niður því við erum dómhörð og benti sérstaklega á að kærleikur á ekki síður við okkur sjálf.


Góðar og gagnlegar umræður fórum fram um innlegg Ásthildar og þessa frumraun okkar í að halda fjarfund. Fundurinn tókst vel og það er því ekkert því til fyrirstöðu að halda aðalfundinn með þessum hætti í vor. Við vonum þó að til þess komi ekki því það er svo gaman að hittast allar á sama stað.