Fundur haldinn á Eskifirði 13. mars 2019.

María Hjálmarsdóttir verkefnastjóri hjá Austurbrú. Fræðir félagskonur um verkefnið, Áfangastaðinn Au…
María Hjálmarsdóttir verkefnastjóri hjá Austurbrú. Fræðir félagskonur um verkefnið, Áfangastaðinn Austurland.

Það fór nú svo að fyrsti fundur ársins sem halda átti í febrúar féll niður.

Við náðum svo að hittumst á Eskifirði þann 13. mars og áttum góða stund saman. Þær Halldóra, Helga M. og Petra sáu um skipulag fundarins en Helga M gat ekki mætt vegna veikinda. Við vorum átta félagskonur á fundinum og einn gestur. Sigga Dís tók með sér gest, Katrínu Reynisdóttur.

Að loknum fundarhefðum áttum við umræðu um starf deildarinnar og fyrirkomulag funda en félagskonur hafa skipt með sér að halda fundina og hefur það gefist vel. Við ræddum einnig að ekki væri alltaf nauðsynlegt að leita út fyrir deildina, við sjálfar hefðum frá ýmsu að segja og vettvangurinn kjörinn til þess að segja frá því sem við erum að gera. 

Við fengum síðan fróðlegan fyrirlestur frá María Hjálmarsdóttur verkefnastjóra hjá Austurbrú. Hún sagði okkur frá verkefninu um Áfangastaðinn Austurland sem er samvinnuverkefni og opið öllum sem vilja og hafa áhuga. Verkefnið byggir á samtali við samfélagið Austurland; sveitarfélög, fyrirtæki, samtök, stofnanir og íbúa Austurlands.

Verkefninu er ætlað að þróa landsvæðið Austurland með áherslu á sjálfbærni í efnahags-, samfélags- og umhverfislegu tilliti. Nánar má lesa og fræðast um verkefnið á https://austurland.is/

Að því loknu fórum við á veitingastaðinn Hús fílsins og snæddum tælenskan mat.