Fundur haldinn í Zetadeild í Gistihúsinu á Egilsstöðum 23. febrúar 2017.

Gestur fundarins var Jón Ingi Sigurbjörnsson og sagði hann okkur frá fornleifauppgreftri á fjallkonunni á Vestdalsheiði. Kynning hans var svo áhugaverð að það gleymdist næstum alveg að taka myndir. 

Mjög merkur fundur og margar spurningar sem vakna sem gaman væri að vita svar við, t.d. hver var hún, hvaðan kom hún og hvert var hún að fara?