Fundur haldinn í Neskaupstað 22. nóvember í Nesbæ kaffihúsi.

Formaður setti fundinn og Hildur Vala kveikti á kertunum. Helga las upp markmið félagsins og  minnti á vorráðstefnuna á Akureyri í maí. Síðan tóku þær: Hildur Vala, og Steinunn við fundarstjórn. Hildur Vala var með orð til umhugsunar og ræddi um þau vandamál og áhyggjur sem við berum með okkur og hvað er til ráða. Hún las vers úr Hávamálum sem fjalla um áhyggjur og sjálfsgagnrýni og hve fánýtt það sé að gera sér áhyggjur. Breytum því sem við getum og höfum ekki áhyggjur af hinu. „Don´t worry, be happy“. Umræður sköpuðust um orð Hildar Völu. Halla Höskuldsdóttir leikskólastjóri sat fundinn með okkur og eftir að hafa snætt kjúklingasalat fórum við í heimsókn með Höllu á nýja leikskólann, Eyrarvelli sem tók til starfa nú í ágúst.