Fundur í Zetadeild 5. september í Golfskálanum Ekkjufelli

  Fundurinn okkar var afar fróðlegur. Lára G. Oddsdóttir flutti okkur orð til umhugsunar og fjallaði meðal annars um íhugun og mátt bænarinnar. Þá fengum við góðan gest til okkar á fundinn, Eymund bónda í Vallanesi sem framleiðir lífrænt ræktað grænmeti og bygg. Hann  leiddi okkur í allan sannleik um hollustu lífrænt ræktaðra afurða og gaf okkur að smakka á ýmsum afurðum sínum. Við fengum bankabyggbuff, steikt rauðrófusalat og kartöflur með steinselju og var þetta afar ljúffengur matur. Eymundur framleiðir einnig nuddolíur sem hann blandar íslenskum jurtum undir vörumerkinu Móðir jörð.  Sjá má myndir frá fundinum í myndir frá fundum 2009-10 í undiralbúmi.