Fundur Zetadeildar 21. mars

Kæru Zetakonur. Nú er komið að því að hittast á ný. Farið er að birta verulega og nú er veðurspáin mjög góð og vonandi að hún standist fyrir laugardaginn en þá ætlum við að hittast í Neskaupstað. Þær Norðfjarðarkonur Björg, Halla og Steinunn hafa skipulagt fundinn fyrir okkur af kostgæfni. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Mæting í Neskaupstað kl. 11:00 í Jósafatssafn – stendur fyrir neðan Egilsbúð – vel merkt. Þar munum við skoða safnið sem inniheldur hvorki meira né minna en þrjú söfn; Málverkasafn Tryggva Ólafssonar, Náttúrugripasafn og að sjálfsögðu safn Jósafats Hinrikssonar.   Um 11:30 höldum við í Egilsbúð þar sem við fundum og borðum léttar veitingar. Í boði er létt kjúklingasalat ásamt súpu. Góðgerðirnar kosta 1450 kr. Á fundinum verða: Orð til umhugsunar Inntaka nýrra félaga, tvær konur verða teknar inn í deildina okkar. Félagsmál - m.a. umræða um Landsþingið á Hallormsstað í vor.   Að lokum mun Elvar Jónsson kennari kynna starfsemi „Mýrarinnar“ sem er hluti af Nesskóla.   Verið duglegar að mæta, oft var þörf en nú er nauðsyn!   Kær kveðja, Jarþrúður.