Heimsókn í Sláturhúsið á Egilsstöðum

Zeta konur héldu fyrsta fund sinn á árinu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þart tók, Ragnhildur Ástvaldsdóttir forstöðumaður Sláturhússins – Menningarmiðstöðvar á móti hópnum og greindi frá aðdraganda að stofnun Menningarmiðstöðvarinnar og þeirrar ákvörðunar að hún er til húsa í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og ber nafn hússins jafnframt. 

Síðastliðið haust lauk gagngerum endurbótum á húsinu. Anna María Þórhallsdóttir, arkitekt hjá Snyddu á Egilsstöðum, teiknaði endurbæturnar og þykir vel hafa tekist til að samræma sögu hússins og nýtt hlutverk þess. Ungmennahús er jafnframt til húsa í Sláturhúsinu. Í húsinu eru tvær sýningar í gangi sem hópurinn skoðaði. Annarsvegar sýning Jessicu Auer – Landvörður og hins vegar margmiðlunarsýning sem er samvinna Listaháskóla Íslands og Landsvirkjunar. Lesa má frekar um Sláturhúsið og sýningu Jessicu Auer á heimasíðu Sláturhússins: https://www.slaturhusid.is/index.php/is/

Því næst beið fundarkvenna ævintýralega staðsett borðhald við stóran útsýnisglugga sem snýr inn Héraðið. Veitingar voru úr Tehúsinu, Harissa súpa með döðlum, fersku kóríander og súraldinum. Auk heimabakaðs brauðs með húmus eða smjöri.

Sláturhúsið á Egilsstöðum mars 2023