Jólafjarfundur haldinn 10. desember 2020

Hansdætur eftir Benný Sif  Ísleifsdóttur
Hansdætur eftir Benný Sif Ísleifsdóttur

Enn einn fjarfundurinn. Við erum orðnar mjög vanar þeim og jólafundurinn því haldinn með því fyrirkomulagi.

Við fengum Benný Sif Ísleifsdóttur, rithöfund og þjóðfræðing til þess að heimsækja okkur á fjarfundinn. Benný las upp úr bók sinni Hansdætur sem kom út fyrir jólin. 

Í skáldsögunni Hansdætur er sögusviðið vestfirskt sjávarpláss. Sagan gerist í upphafi tuttugustu aldarinnar. Um bókina segir að hún sé áhrifamikil örlagasaga úr íslenskum veruleika. Aðal sögupersóna bókarinn heitir Gratíana en hún þráir breytta tíma og betra líf. Benný Sif las kafla úr bókinni og sagði svo að hún sjái líkindi með Gratíönu og DKG þ.e. að þegar hún heyrði markmiðin lesin gæti það passað við lýsingu á sögupersónunni Gratíönu. Hún vill efla konur og stuðla að umbótum þeim til handa. Benný nefndi líka að þetta sé og hafi verið eðli kvenna í umhyggjuhagkerfi. 

Góðar umræður voru um bókina og Benný var m.a. spurð út í fyrirmyndir að persónunni Gratíönu og nafnið. Nafnið er að sögn Bennýjar gamalt vestfirskt nafn sem er við það að hverfa en fyrir vestan voru konur gjarnan nefndar nöfnum sem höfðu þessa endingu.