Ný stjórn tekin við
Stjórnin hefur hist og rætt vetrarstarfið. Búið er að setja niður næsta fund sem verður jólafundur miðvikudaginn 14. nóvember á Egilsstöðum. Nöfnurnar Helga G og Helga M munu hafa umsjón með honum og Ruth Magnúsdóttir verður með orð dagsins, en nánar verður auglýst um það síðar.
Þema ársins hjá deildinni verður sjálfsrækt þ.e. fjalla um/gera e-ð sem fengi okkur til að slaka á og gleyma dagsins önn enda samræmist það markmiðum samtakanna (þ.e. styrkja okkur sjálfar).