Vetrarstarfið

Nú þegar myrkrið víkur smám saman fyrir hækkandi sól hlýtur að vera tímabært að setja inn frétt um vetrarstarfið okkar í Zeta-deild! Við ákváðum í ljósi þess að vetrarveðrið hér á Austurlandi tók ítrekað fram fyrir hendurnar á okkur í fyrravetur þegar við höfðum ákveðið og auglýst fundi að horfast í augu við að við búum norðarlega á hnattkringlunni og dreift þar að reyna ekki að vera með fundi yfir allra harðasta vetrartímann. Við funduðum því í haust, en höfum ekki fundað í nóvember, desember, janúar og febrúar. Nú þegar sól tekur að hækka á lofti tökum við hins vegar upp þráðinn og munum halda fundi í mars, apríl og maí og heimsækjum við þessi tækifæri hver aðra.