Haustfundir zeta deildar

Fundur haldinn á Seyðisfirði 26. október 2017.
Fundur haldinn á Seyðisfirði 26. október 2017.

Í haust hafa verið haldnir 3 fundir í Zeta deild. Vinnufundur var haldinn á Reyðarfirði í  september og vetrarstarfið skipulagt. Ákveðið var að þema vetrarins yrði listir í leik og starfi.

Hópurinn er ekki fjölmennur og því mikilvægt fyrir okkur að fá fleiri konur í félagskapinn. Í því sambandi var ákveðið að reyna að funda vítt og breitt um fjórðunginn í vetur þó stór sé. Haldinn var kynningarfundur á Seyðisfirði í október þar sem félagskonur buðu með sér gestum og konur á Seyðisfirði hvattar til að koma á fundinn. Fundurinn var fjölmennur og vonandi að áhugi hafi verið vakinn.  

Nú í nóvember var síðan haldinn fundur í Neskaupstað og var hann tileinkaður stofnun Austmennt, menntabúða sem stofnaðar voru á kennaraþingi í Neskaupstað í haust. En fyrirmynd menntabúðanna, Eymennt var einmitt kynnt á vorþingi DKG á Akureyri síðast liðið vor.

Nú tökum við okkur jólafrí en í febrúar ætlum við að hittast aftur og þá á Eskifirði og stefnum á taka inn nýjar konur í félagið.

Það er síðan rétt að minna á vorþingið sem haldið verður á Egilsstöðum  5. maí 2018. Undirbúningur er í fullum gangi og dagskrá að mótast.

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár frá Zetadeil.