Fréttir

Aprílfundur Zetadeildar

Næsti fundur Zetadeildar verðu haldinn á Stöðvarfirði mánudaginn 26. apríl kl. 18.00. Fundarstaður er Stöðarfjarðarkirka.
Lesa meira

Jólafundur á Fáskrúðsfirði

Jólafundur í Zetadeild  verður haldinn í Skólamiðstöðinni Fáskrúðsfirði (Grunnskólanum)  mánudaginn 7. desember  kl. 18.00.   Á dagskrá er meðal annars:   Hildur Magnúsdóttir flytur orð til umhugsunar.   Inntaka nýrrar félagskonu.   Borin verður  fram Fiskisúpa og brauð frá Cafe Sumarínu verð kr. 1.150 kr.   Skólamiðstöðin verður skoðuð og svo fáum við fræðslu í máli og myndum um Franska bæinn Fáskrúðsfjörð.   Sjáumst sem flestar og eigum notalega stund saman á aðventunni.
Lesa meira

Fundur í Zetadeild mánudaginn 9. nóvember

Næsti fundur í Zetadeild verður haldinn í Randolfshúsi á Eskifirði mánudaginn 9. nóvember kl. 18.00. Á fundinum verður inntaka nýrra félaga á dagskrá, Helga Guðmundsdóttir flytur orð til umhugsunar og húsráðendur ferðaþjónustunnar á Mjóeyri sjá um veitingar og fræða okkur um húsið og ferðaþjónustuna. Á matseðlinum er hákarl, harðfiskur og fiskisúpa. Verð er um 2000 krónur. Klæðið ykkur í hlýjan fatnað konur góðar.
Lesa meira

Fundur mánudaginn 28.sept.kl. 18.00 í Seljateigi Reyðarfirði

Næsti fundur Zetadeildar verður haldinn í Seljateigi Reyðarfirði mánudaginn 28. september og hefst hann kl. 18.00. Aðalefni fundarins er Hjálparstarf og samvinna og mun Sigríður Herdís Pálsdóttir starfsmaður Rauða krossins á Austurlandi flytja erindi. Boðið verður upp á léttan kvöldverð og kostar hann 1500 kr. Verið nú duglegar að mæta á áhugaverðan og skemmtilegan fund.
Lesa meira

Fundur í Zetadeild 5. september í Golfskálanum Ekkjufelli

  Fundurinn okkar var afar fróðlegur. Lára G. Oddsdóttir flutti okkur orð til umhugsunar og fjallaði meðal annars um íhugun og mátt bænarinnar. Þá fengum við góðan gest til okkar á fundinn, Eymund bónda í Vallanesi sem framleiðir lífrænt ræktað grænmeti og bygg. Hann  leiddi okkur í allan sannleik um hollustu lífrænt ræktaðra afurða og gaf okkur að smakka á ýmsum afurðum sínum. Við fengum bankabyggbuff, steikt rauðrófusalat og kartöflur með steinselju og var þetta afar ljúffengur matur. Eymundur framleiðir einnig nuddolíur sem hann blandar íslenskum jurtum undir vörumerkinu Móðir jörð.  Sjá má myndir frá fundinum í myndir frá fundum 2009-10 í undiralbúmi.  
Lesa meira

Bætum lífið með breyttu hugarfari!

Áætlað er að við Zetakonur hefjum starfið á ný eftir sumarfrí þann 5. september en þá verður fyrsti fundur vetrarins haldinn á Egilsstöðum. Þema næsta vetrar verður ,,Bætum lífið með breyttu hugarfari" en það viljum við hafa að leiðarljósi í starfi okkar næsta vetur.
Lesa meira

Undirbúningsfundur fyrir Landsþing

Þriðjudaginn 5. maí verður fundur undirbúningsnefndar haldinn á Hallormsstað. Mæting í Hallormsstaðaskóla kl. 17.00. Zetakonur búsettar á Héraði eru sérstaklega hvattar til að mæta.  
Lesa meira

Næsti fundur verður á Egilsstöðum mánudaginn 27. apríl

Næsti fundur Zetadeildar verður á Egilsstöðum mánudaginn 27. apríl kl. 18.00 Við hittumst á bílaplani við Selskóg kl. 18.00. Förum síðan  í stutta göngu í Selskógi. Verði breytingar á þessum áformum verða send út skilaboð um það. Kl. 19.00 er kvöldverður á Kaffi Nielsen og þar snæðum við humarsúpu og nýbakað brauð. Verð kvöldverðar er 1500 kr. Á fundinum verður  Elín Jónsdóttir tekin inn í deildina. Við munum ræða landsþingið og fleira. Vonast til að sjá ykkur allar á fundinum. Með vorkveðju, Jarþrúður.
Lesa meira

Frá síðasta fundi - sjá einnig myndir á myndasíðu

Fundurinn okkar 21. mars tókst hið besta og það voru ánægðar konur sem héldu heimleiðis frá Neskaupstað í blíðviðri eftir hádegið. Við hófum fundinn í Jósafatshúsi þar sem Magni Kristjánsson leiddi okkur um söfnin þrjú, Málverkasafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminja- og smiðjusafnið og Náttúrugripasafnið. Magni sagði skemmtilega frá og við nutum hverrar stundar. Eftir um fjörtíu mínútna safnaskoðun héldum við yfir í Egilsbúð og þar flutti Björg Þorvaldsdóttir orð til umhugsunar þar sem hún fjallaði um þrjár bækur sem hún hefur á náttborðinu sínu um þessar mundir en allar tengjast þær ferðalögum á einhvern hátt. Við ræddum ýmis félagsmál og meðal annars Landsþing samtakanna sem haldið verður á Hallormsstað 16. - 17. maí næstkomandi. Upplýsingar um skráningu og fleira varðandi þingið má sjá á slóðinni:http://dkg.muna.is/is/moya/page/landsambandsthing_2009  Jarþrúður og Helga Magnúsdóttir stjórnuðu inntökuathöfn þegar þær Guðrún Ármannsdóttir og Hildur Magnúsdóttir voru teknar inn í deildina. Elfar Jónsson sem stýrir Mýrinni deild úr Nesskóla sem ætluð er nemendum með sérstakar þarfir sagði okkur frá starfinu þar. Þennan dag var yndislegt veður og ekkert hægt að kvarta yfir færð. Hins vegar voru 9 félagskonur fjarverandi vegna ýmissa ástæðna. Næsti fundur verður haldinn á Egilsstöðum mánudaginn 27. apríl kl. 18.00.                                                              Jarþrúður Ólafsdóttir  
Lesa meira

Fundur Zetadeildar 21. mars

Kæru Zetakonur. Nú er komið að því að hittast á ný. Farið er að birta verulega og nú er veðurspáin mjög góð og vonandi að hún standist fyrir laugardaginn en þá ætlum við að hittast í Neskaupstað. Þær Norðfjarðarkonur Björg, Halla og Steinunn hafa skipulagt fundinn fyrir okkur af kostgæfni. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Mæting í Neskaupstað kl. 11:00 í Jósafatssafn – stendur fyrir neðan Egilsbúð – vel merkt. Þar munum við skoða safnið sem inniheldur hvorki meira né minna en þrjú söfn; Málverkasafn Tryggva Ólafssonar, Náttúrugripasafn og að sjálfsögðu safn Jósafats Hinrikssonar.   Um 11:30 höldum við í Egilsbúð þar sem við fundum og borðum léttar veitingar. Í boði er létt kjúklingasalat ásamt súpu. Góðgerðirnar kosta 1450 kr. Á fundinum verða: Orð til umhugsunar Inntaka nýrra félaga, tvær konur verða teknar inn í deildina okkar. Félagsmál - m.a. umræða um Landsþingið á Hallormsstað í vor.   Að lokum mun Elvar Jónsson kennari kynna starfsemi „Mýrarinnar“ sem er hluti af Nesskóla.   Verið duglegar að mæta, oft var þörf en nú er nauðsyn!   Kær kveðja, Jarþrúður.
Lesa meira