Fréttir

Haustfundir zeta deildar

Starf zeta deildar haustið 2017 Í haust hafa verið haldnir 3 fundir í Zeta deild. Vinnufundur var haldinn á Reyðarfirði í september og vetrarstarfið skipulagt. Ákveðið var að þema vetrarins yrði listir í leik og starfi.
Lesa meira

Fundur á Fáskrúðsfirði 27. mars 2017.

Skemmtilegur og fjölbreyttur fundur í umsjón þeirra Bjargar og Jórunnar. Fundurinn hófst í Norðurljósahúsinu á Fáskrúðsfirði.
Lesa meira

Fundur haldinn í Zetadeild í Gistihúsinu á Egilsstöðum 23. febrúar 2017.

Gestur fundarins var Jón Ingi Sigurbjörnsson og sagði hann okkur frá fornleifauppgreftri á fjallkonunni á Vestdalsheiði.
Lesa meira

Fundur haldinn í Neskaupstað 22. nóvember í Nesbæ kaffihúsi.

Formaður setti fundinn og Hildur Vala kveikti á kertunum. Helga las upp markmið félagsins og  minnti á vorráðstefnuna á Akureyri í maí. Síðan tóku þær: Hildur Vala, og Steinunn við fundarstjórn. Hildur Vala var með orð til umhugsunar og ræddi um þau vandamál og áhyggjur sem við berum með okkur og hvað er til ráða. Hún las vers úr Hávamálum sem fjalla um áhyggjur og sjálfsgagnrýni og hve fánýtt það sé að gera sér áhyggjur. Breytum því sem við getum og höfum ekki áhyggjur af hinu. „Don´t worry, be happy“. Umræður sköpuðust um orð Hildar Völu. Halla Höskuldsdóttir leikskólastjóri sat fundinn með okkur og eftir að hafa snætt kjúklingasalat fórum við í heimsókn með Höllu á nýja leikskólann, Eyrarvelli sem tók til starfa nú í ágúst.    
Lesa meira

Fundur haldinn á Egilsstöðum 26. október 2016.

Hittumst á Café Nilsen á Egilsstöðu. Fundurinn var í umsjón þeirra: Helgu Guðmunds, Kristínar og Ruthar. Kristín Hlíðkvist flutti orð til umhugsunar og sagði frá aðdraganda að kvennafrídegi 1975. Hún sagði okkur frá þremur konum í Búðardal, sem tóku þá góðu ákvörðun að fara til Reykjavíkur og taka þátt í útifundi þar. Rætt var um mikilvægi samstöðu kvenna og að gera þurfi hana sýnilegri. Helga minnti okkur á vorráðstefnuna á Akureyri í byrjun maí og hefur nú þegar verið bókaður sumarbústað í Kjarnaskógi svo vonandi hafa einhverjar félagskonur tök á að fara norður.   Eftir fundinn var haldið í Sláturhúsið, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs. Þar tók Íris Sævarsdóttir á móti okkur og sagði okkur frá starfseminni og starfi sínu sem fræðslufulltrúi. 
Lesa meira

Fundur haldinn í Zetadeild, þriðjudaginn 27. september 2016 í Grunnskóla Eskifjarðar.

Formaður, Helga Steinsson setti fundinn og greindi frá efni fundarins. Hún fór yfir stofnun samtakanna, tilgang þeirra og markmið.  Helga benti einnig á mikilvægi þess að félagskonur tækju að sér formannshlutverkið til þess að kynnast starfinu enn betur.   Orð til umhugsunar flutti Halldóra Baldursdóttir og sagði hún okkur frá skólasögu Eskifjarðar í tilefni af 230 ára kaupstaðarafmæli Eskifjarðar sem haldið var upp á nú í haust. Eftir fundinn var haldið á Hótel Eskifjörð og snædd kjúklingasúpa. Síðan var haldið heim í köldu og fallegu haustveðri með dansandi norðurljósum.              
Lesa meira

Fundur DKG á dögum myrkurs á Austurlandi

Fimmtudaginn 6. nóv. verður annar fundur vetrarins haldinn á kaffihúsinu Bókakaffi í Fellabæ. Dagskrá: 1. Fundur settur kl 18:00. 2. Orð til umhugsunar. (Hrefna) 3. Frásögn af aðalfundi DKG í Reykjavík. (Sigga Dís) 4. Matur: Matarmikil súpa, heimabakað brauð, kaffi og döðlukrútt. (kr. 1800) 5. 19:00 Farið á Héraðsskjalasafn Austurlands á ljósmyndasýningu.  Leiðsögn um sýninguna Austfirskir kvenljósmyndarar. Sýningin fjallar um ævi og störf fjórtán kvenna sem lærðu ljósmyndun og störfuðu á ljósmyndastofum á Austurlandi árin 1871-1944. 6. Haldið heim á leið....... í myrkrinu.........
Lesa meira

Fyrsti fundur vetrarins

Stjórnin er búin að setja saman dagskrá vetrarins og fyrsti fundurinn verður haldinn á Neskaupsstað þriðjudaginn 23. september kl. 18:00. Dagskráin verður kynnt síðar.
Lesa meira

Þá er komið að síðasta fundi vetrarins, sem er jafnframt aðalfundur

Fundurinn verður haldinn í sumarhúsinu Lundi í Úlfsstaðaskógi þann 18. mai kl 11:00-14:00. Þar sem þetta er aðalfundur verður m.a. stjórnarkosning, orð til umhugsunar o.fl. áhugavert.  Einnig er boðin þátttaka á námskeið sem nefnist stjörnuoddar og leiðbeinandi er Sigrún Jóhannesdóttir. Boðið verður upp á fiskisúpu og brauð. 
Lesa meira

Fundi frestað

Ákveðið hefur verið að fresta fundinum sem vera átti 7. apríl fram yfir páska. Ákvörðun um nýjan fundardag verður ekki tekin fyrr en eftir páskana.
Lesa meira