Fréttir

Landssambandsþing á Hótel Heklu í Skeiða og Gnúpverjahreppi

Félagskonur ættu endilega að skella sér á landssambandsþing 4. og 5. maí. Það er alltaf gaman að hitta aðrar konur í sömu störfum. Dagskráin er mjög áhugaverð.
Lesa meira

Næsti fundur félagsins verður haldinn á Stöðvarfirði fimmtudaginn 7. febrúar

Fundurinn byrjar í frystihúsinu þar sem sagt verður frá starfseminni. Síðan verður farið á Söxu þar sem haldið verður áfram með dagskrána. Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir verður m.a. með orð til umhugsunar og nýr félagi tekinn inn. Léttar veitingar verða í boði.
Lesa meira

Fundurinn 14. nóvember á Egilsstöðum byrjar kl 18:00

og stendur til 20.00. Staðsetning fundarins verður á Gistiheimilinu Egilsstöðum.  Þar munum við meðal annars fá kynningu á jóga, Ruth Magnúsdóttir verður með orð til umhugsunar og formaður landsambandsins kemur í heimsókn. Léttar veitingar verða til sölu.
Lesa meira

Ný stjórn tekin við

Ný stjórn er tekin við í deildinni. Hana skipa Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir formaður, Sigríður Herdís Pálsdóttir varaformaður, Hildur Magnúsdóttir ritari, Elín Jónsdóttir var tilnefnd sem gjaldkeri en flutti óvænt af svæðinu í byrjun október og fyrrverandi gjaldkeri Anna Margrét Birgisdóttir gaf kost á sér áfram. Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir formaður er einnig í laganefnd DKG þetta kjörtímabilið.
Lesa meira

Lokafundur starfsársins 2010-2011

Kæru félagskonur Síðasti fundur vetrarins verður haldinn á Kaffi Steini á Stöðvarfirði, kl. 18:00 þann 10. maí.
Lesa meira

Fundur á Egilsstöðum

Fundur verður haldinn fimmtudaginn 17. mars klukkan 18:00 á Gistihúsinu á Egilsstöðum.
Lesa meira

Kæru Zetasystur

Viljum minna á næsta fund okkar sem verður haldinn á Egilsstöðum 17. mars nk.  Nánar auglýst síðar.
Lesa meira

Vetrarstarfið 2010-2011

Sælar góðu systur í Zetadeild Starf í deildinni hófst þetta haustið með landssambandsfundi  DKG sem haldinn var í Hafnarfirði 4. september. Þar var ég leidd í sannleikann um mikilvægi þess að lykilkonur í fræðslustörfum fái tækifæri til að hittast og deila sameiginlegum áhuga, reynslu og metnaði sem fylgir því að vinna að fræðslu ýmiskonar.
Lesa meira

Lokafundur starfsársins 2009-10

Dagskrá Neskaupstað 17. maí 2010  kl. 18:00 (þjóðhátíðardagur Norðmanna). 1.    Hittumst við snjóflóðavarnargarðinn fyrir ofan Neskaupstað. Best að aka efri götuna inn í bæinn örlítið  fram hjá Verkmenntaskólanum þar er skilti sem vísar á garðana  og tjaldstæðið.
Lesa meira

Síðasti fundur Zetadeildar í vetur verður 17. maí

Síðasti fundur Zetadeildar í vetur verður haldinn þann 17. maí n.k. kl. 18.00  í  Neskaupstað. Nánari staðsetning verður send út er nær dregur fundinum. Á fundinum fer fram innsetning nýrrar stjórnar. Vonast til að sem flestar Zetakonur mæti á fundinn. Forseti.
Lesa meira