Fréttir

Vetrarstarfið 2010-2011

Sælar góðu systur í Zetadeild Starf í deildinni hófst þetta haustið með landssambandsfundi  DKG sem haldinn var í Hafnarfirði 4. september. Þar var ég leidd í sannleikann um mikilvægi þess að lykilkonur í fræðslustörfum fái tækifæri til að hittast og deila sameiginlegum áhuga, reynslu og metnaði sem fylgir því að vinna að fræðslu ýmiskonar.
Lesa meira

Lokafundur starfsársins 2009-10

Dagskrá Neskaupstað 17. maí 2010  kl. 18:00 (þjóðhátíðardagur Norðmanna). 1.    Hittumst við snjóflóðavarnargarðinn fyrir ofan Neskaupstað. Best að aka efri götuna inn í bæinn örlítið  fram hjá Verkmenntaskólanum þar er skilti sem vísar á garðana  og tjaldstæðið.
Lesa meira

Síðasti fundur Zetadeildar í vetur verður 17. maí

Síðasti fundur Zetadeildar í vetur verður haldinn þann 17. maí n.k. kl. 18.00  í  Neskaupstað. Nánari staðsetning verður send út er nær dregur fundinum. Á fundinum fer fram innsetning nýrrar stjórnar. Vonast til að sem flestar Zetakonur mæti á fundinn. Forseti.
Lesa meira

Aprílfundur Zetadeildar

Næsti fundur Zetadeildar verðu haldinn á Stöðvarfirði mánudaginn 26. apríl kl. 18.00. Fundarstaður er Stöðarfjarðarkirka.
Lesa meira

Jólafundur á Fáskrúðsfirði

Jólafundur í Zetadeild  verður haldinn í Skólamiðstöðinni Fáskrúðsfirði (Grunnskólanum)  mánudaginn 7. desember  kl. 18.00.   Á dagskrá er meðal annars:   Hildur Magnúsdóttir flytur orð til umhugsunar.   Inntaka nýrrar félagskonu.   Borin verður  fram Fiskisúpa og brauð frá Cafe Sumarínu verð kr. 1.150 kr.   Skólamiðstöðin verður skoðuð og svo fáum við fræðslu í máli og myndum um Franska bæinn Fáskrúðsfjörð.   Sjáumst sem flestar og eigum notalega stund saman á aðventunni.
Lesa meira

Fundur í Zetadeild mánudaginn 9. nóvember

Næsti fundur í Zetadeild verður haldinn í Randolfshúsi á Eskifirði mánudaginn 9. nóvember kl. 18.00. Á fundinum verður inntaka nýrra félaga á dagskrá, Helga Guðmundsdóttir flytur orð til umhugsunar og húsráðendur ferðaþjónustunnar á Mjóeyri sjá um veitingar og fræða okkur um húsið og ferðaþjónustuna. Á matseðlinum er hákarl, harðfiskur og fiskisúpa. Verð er um 2000 krónur. Klæðið ykkur í hlýjan fatnað konur góðar.
Lesa meira

Fundur mánudaginn 28.sept.kl. 18.00 í Seljateigi Reyðarfirði

Næsti fundur Zetadeildar verður haldinn í Seljateigi Reyðarfirði mánudaginn 28. september og hefst hann kl. 18.00. Aðalefni fundarins er Hjálparstarf og samvinna og mun Sigríður Herdís Pálsdóttir starfsmaður Rauða krossins á Austurlandi flytja erindi. Boðið verður upp á léttan kvöldverð og kostar hann 1500 kr. Verið nú duglegar að mæta á áhugaverðan og skemmtilegan fund.
Lesa meira

Fundur í Zetadeild 5. september í Golfskálanum Ekkjufelli

  Fundurinn okkar var afar fróðlegur. Lára G. Oddsdóttir flutti okkur orð til umhugsunar og fjallaði meðal annars um íhugun og mátt bænarinnar. Þá fengum við góðan gest til okkar á fundinn, Eymund bónda í Vallanesi sem framleiðir lífrænt ræktað grænmeti og bygg. Hann  leiddi okkur í allan sannleik um hollustu lífrænt ræktaðra afurða og gaf okkur að smakka á ýmsum afurðum sínum. Við fengum bankabyggbuff, steikt rauðrófusalat og kartöflur með steinselju og var þetta afar ljúffengur matur. Eymundur framleiðir einnig nuddolíur sem hann blandar íslenskum jurtum undir vörumerkinu Móðir jörð.  Sjá má myndir frá fundinum í myndir frá fundum 2009-10 í undiralbúmi.  
Lesa meira

Bætum lífið með breyttu hugarfari!

Áætlað er að við Zetakonur hefjum starfið á ný eftir sumarfrí þann 5. september en þá verður fyrsti fundur vetrarins haldinn á Egilsstöðum. Þema næsta vetrar verður ,,Bætum lífið með breyttu hugarfari" en það viljum við hafa að leiðarljósi í starfi okkar næsta vetur.
Lesa meira

Undirbúningsfundur fyrir Landsþing

Þriðjudaginn 5. maí verður fundur undirbúningsnefndar haldinn á Hallormsstað. Mæting í Hallormsstaðaskóla kl. 17.00. Zetakonur búsettar á Héraði eru sérstaklega hvattar til að mæta.  
Lesa meira