1. fundur Eta deildar verður laugardaginn 4. október 2014
			
					25.09.2014			
	
	
				Kæru Eta systur! 
Fyrsti fundur Eta deildar verður laugardaginn 4. október og hefst með léttri strandgöngu um Sjálandshverfið í Garðabæ. Við hittumst
klukkan 10.30 við Sjálandsskólann og gerum ráð fyrir að ganga í um klukkutíma. Að því loknu njótum við
hádegishressingar og fundaraðstöðu við Löngulínu.
 
Við leggjum drög að vetrarstarfinu og njótum þess að vera saman. 
Kostnaður vegna veitinga verður í algjöru lágmarki.
Nánari upplýsingar munu berast ykkur tímanlega fyrir fundinn 4. okt.   
Næstu fundir eru áætlaðir mánudaginn 3. nóvember kl. 18:00 og jólafundur þriðjudaginn 2. desember. Við ræðum það
frekar á fyrsta fundinum.
Takið daginn frá og látið vita um þátttöku í netfang bryngu@isl.is
Kærar kveðjur,
f.h. stjórnar 
Bryndís Guðmundsdóttir
	
		
