Annar fundur haldinn laugardaginn 10. nóvember úti á Granda við nýja og flotta verslun Steinunnar fatahönnuðs

Kæru Etasystur. Nú styttist í 2. fund hjá okkur laugardaginn 10. nóvember kl 10:30, sem hópur 1 hefur undirbúið og dagskráin er spennandi eins og sjá má. Þema fundarins er: HÖNNUN og saman við það fléttast útivera og samvera á góðum laugardagsmorgni.
Dagskrá:
1. Við hittumst kl. 10:30 úti á Granda við nýja og flotta verslun Steinunnar fatahönnuðs. Verslunin er í gömlu verbúðunum, ekki langt frá Kaffivagninum, og á að vera auðvelt að koma auga á búðina.
Steinunn tekur á móti okkur þar kl. 10:45.
2. Orð til umhugsunar verður flutt utandyra ef veður leyfir.
3. Rölt að Hótel Marina við Slippinn, staðurinn skoðaður, og þar verður snædd súpa og súrdeigsbrauð (kr. 2750).
4. Tilkynningar frá stjórn.
5. Eyrún kynnir okkur málörvunarverkefnið Lubbi sem hún hefur unnið að í mörg ár.
6. Fundi slitið.

Þið eruð minntar á að vera hlýlega klæddar og á góðum skóm því við göngum aðeins á milli staða.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku eða fjarveru til undirritaðrar í síðasta lagi fimmtudaginn 8. nóvember.