2. fundur haldinn mánudaginn 3. nóvember kl. 18:00
			
					27.10.2014			
	
	
				Sælar ágætu Eta systur.
Mánudaginn 3. nóvember kl. 18:00 verður annar fundur starfsársins og að  þessu sinni fáum við inni í
húsakynnum Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands að Aragötu 9. 
Gestur okkar  verður Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur og kennari við HÍ, sem ætlar að
miðla okkur af þekkingar- og reynslubrunni sínum. Sigurbjörgu þekkja flestir úr fjölmiðlum og af þátttöku í
þjóðmálaumræðu.
Boðið verður upp á græmetislasagna frá Bergson veitingahúsi á sanngjörnu verði. Við fengum tilboð og
því ekki auðvelt að gefa upp nákvæmt verð … en því fleiri sem mæta þeim mun hagstæðara !! 
Vinsamlega hafið handbæra peninga til að greiða fyrir matinn.
	
		
Dagskrá:
Fundur settur,  kveikt á kertum
Fundargerð síðasta fundar borin upp 
Orð til umhugsunar: Guðrún Geirsdóttir lektor 
Gestur fundarins: Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur  
Önnur mál 
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í netfang bryngu@isl.is fyrir föstudaginn ! 
Með kærri kveðju,
f.h. stjórnar
Bryndís  
