Afmælisfundur þriðjudaginn 10. október

Ásta Kristrún mun síðan lesa valda kafla úr væntanlegri bók sinni sem ber heitið "Það sem dvelur í þögninni" og er um formæður hennar og lífshlaup þeirra allt aftur til upphafs nítjándu aldar (1806). 

Að því loknu mun haldið út á Gamla torgið þar sem Eyrarbakkakirkja, Húsið og Rauða húsið eru og Valgeir mun flytja okkur hugljúf og falleg lög. 

Í Rauða húsinu setjumst við til borðs og njótum kræsinga kokksins, sem eru rómaðar mjög. Líklegast verður hægt að velja milli tveggja rétta eða fleiri en þau mál munu skýrast þegar nær dregur og vitað er um fjölda kvenna. Einnig er möguleiki að verða við óskum ef einhverjar hafa gerst grænmetis- eða veganistar síðan síðast. 

Við höfum kannað kostnað á rútu fyrir hópinn og lauslega áætlað yrði það í kringum 3000 krónur +/- og ræðst þá af fjölda. 

Við höfum einnig rætt möguleika á því að safnast í bíla t.d. á bensínstöð í Norðlingaholti. Nánar síðar. 

Etadeild greiðir kostnað vegna heimsóknar í Bakkastofu en konur greiða mat, drykk og ferðakostnað. 

Gert er ráð fyrir brottför austur kl. 17:30 og heimkomu um kl. 22:00 ! 

Að þessu sögðu biðjum við ykkur að bregðast fljótt og vel við og láta vita af þátttöku (bryngu@simnet.is) sem við vonumst til að verði með eindæmum góð. 

Af öðru starfi segir síðar. Við stefnum á þrjá fundi fyrir jól (okt., nóv., og des.) og höfum ákveðið þá breytingu að þeir verði í umsjá stjórnar. Eftir áramót gerum við ráð fyrir fjórum fundum í umsjá hópa. 

Við hlökkum til að eiga saman góða stund, gleðjast og njóta í tilefni 20 ára starfs Etadeildar.

 

Með góðum kveðjum, 

 Anna Sigga, Auður Elín, Bryndís, Ingibjörg M, Magnea og Stefanía.