Jólafundur 13. desember

Kæru Etasystur. Jólin, jólin, jólin koma á ný og nú nálgast jólafundurinn góði óðfluga. Hann verður í ár haldinn mánudaginn 13. desember í Menntaskólanum í Kópavogi og hefst kl. 18. Þar ætlum við að njóta aðventunnar saman og taka á móti góðum gestum. Dagskrá fundar er eftirfarandi: 1. Fundur settur og kveikt á kertum
2. Upplestur úr jólabók: Kristín Steinsdóttir les upp úr bók sinni Ljósu.
3. Orð til umhugsunar: Ingibjörg Símonardóttir
4. Jólalögin sungin

Á fundinum borðum við saman hefðbundinn jólamat, sem framreiddur verður af meisturum MK. Með matnum verður boðið upp á malt og appelsín en ykkur er að venju frjálst að mæta með aðra brjóstbirtu.
Kostnaður við mat og skreytingar er kr. 3300 en að auki býðst Kristín Steinsdóttir til að selja áhugasömum bókina sína áritaða á kr. 4000 (vinsamlegast hafið reiðufé meðferðis þar sem ekki er hægt að taka á móti kortagreiðslum).
 
Við þurfum að láta vita af fjölda þátttakenda síðasta lagi 10. desember svo vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem allra fyrst til Auðar Torfadóttur (audurtorfa@gmail.com).
Vonumst til að sjá sem flestar.

Kær kveðja
Undirbúningshópur