Fundarboð

Heilar og sælar Eta-systur Fyrsti fundur í Eta-deild á nýju ári verður haldinn miðvikudaginn 17. febrúar nk. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel í salnum Háteigi B á 4. hæð og hefst stundvíslega kl 18. Fundi verður slitið ekki síðar en kl. 21. Okkur býðst sérstakt verð á heitum rétti og kaffi á kr. 2.500.  Um er að ræða ferskasta hráefnið hverju sinni.   

Gestur fundarins verður Sigurrós Erlingsdóttir, kennslustjóri í Menntaskólanum við Sund, og mun hún ásamt Ósu Knútsdóttur fjalla um Starfendarannsóknir (Action Research) og segja frá  rannsóknum kennara og stjórnenda við Menntaskólann við Sund.  Mjög áhugavert efni.

Þátttaka skráist hjá Ósu á osak@msund.is  ekki seinna en mánudaginn 15. febrúar (bolludag).  Best er að skrá þátttöku sem fyrst enda ekki hægt að missa af þessum góða fundi.  Við í undirbúningshópi hvetjum Eta-konur til að fjölmenna og eiga saman lærdómsríka og ánægjulega stund.  

Með kærri kveðju

Anna Magnea, Eyrún Ísfold, Ingibjörg, Magnea, Ósa og Taynja.